Manchester United vann fínan sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á Vitality vellinum.
Bæði lið töpuðu í síðustu umferð, Bournemouth á útivelli gegn Liverpool en United á heimavelli gegn West Brom.
Jose Mourinho gerði sjö breytingar á byrjunarliði United, bæði vegna úrslita um liðna helgi og vegna leiksins gegn Tottenham í undanúrslitum enska bikarsins á laugardag.
United skoraði eina mark fyrri hálfleiksins þegar Chris Smalling kom boltanum í netið eftir fast leikatriði.
Bournemouth ógnaði marki United talsvert og hefði líklega átt að fá vítaspyrnu í síðari hálfleik en ekkert var dæmt.
Það nýtti United sér þegar varamaðruinn, Romelu Lukau kom United í 2-0 eftir fína sendingu frá Paul Pogba.
United með 74 stig í öðru sæti þegar fjórir leikir eru eftir og liðið með fjögurra stiga forskot á lærisveina Jurgen Klopp. Meistaradeildarsætið hjá United svo gott sem klárt.