fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Flóttafólk fær frítt á völlinn í Víkinni og hjá KA

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði Víkingur og KA munu bjóða flóttafólki frítt á völlinn í sumar þegar fótboltinn fer að rúlla af stað.

Víkingar voru fyrstir til að greina frá þessu og nú hefur KA sagt frá því að félagið gerir slíkt hið sama.

Talsverður fjöldi af flóttafólki hefur komið hingað til lands síðustu ár og reynir að aðlagast lífi á nýjum stað.

,,Knattspyrnudeild Víkings er stolt af því að kynna samstarf við Rauða krossinn á Íslandi. Í sumar munu Víkingar bjóða flóttafólki sem hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi árskort á heimaleiki meistaraflokks karla í gegnum verkefnið Leiðsögumenn flóttafólks, en verkefninu er ætlað að stuðla að gagnkvæmri aðlögun flóttafólks og heimamanna í íslensku samfélagi,“ skrifuðu Víkingar á Facebook.

Þeir hafa skorað á önnur félög að gera slíkt hið sama en þetta hefur KA gert auk þess að fella niður æfingagjöld á flóttafólk.

,,„Við höfum boðið flóttafólki sem er að aðlagast nýju lífi bæði frítt á völlinn og frí æfingagjöld fyrir börnin, við teljum mikilvægt að taka vel á móti þessu fólki og hjálpa því að aðlagast samfélaginu sem best,“ sagði KA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tsimikas að yfirgefa Liverpool

Tsimikas að yfirgefa Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Í gær

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum