fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Giroud skoraði tvö í ótrúlegri endurkomu Chelsea

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea vann ótrúlegan 2-3 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni, um var að ræða fyrsta leik helgarinnar.

Það var Southampton sem tók forystuna í fyrri hálfleik þegar kantmaðurinn öflugi, Dusan Tadic kom heimamönnum yfir.

Það var svo Jan Bednarek sem kom Southampton í 2-0 eftir klukkutíma leik og ekkert benti til þess að Southampton myndi misa forskotið niður.

Chelsea sem hefur verið í tómu tjóni síðustu vikur kom hins vegar til baka og vann ótrúlegan sigur.

Það var Olivier Giroud sem lagaði stöðuna þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum, framherjinn sem kom til Chelsea í janúar er duglegur að hrella markverði deildarinnar.

Southampton reyndi að verjast áhlaupum Chelsea en fimm mínútum eftir mark Giroud var komið að Eden Hazard. Hann jafnaði leikinn og leikmenn Southampton búnir að missa hausinn.

Það var svo á 79. mínútu eða níu mínútum eftir fyrra mark Giroud sem hann kom Chelsea í 2-3. Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea sem á veika von á Meistaradeildarsæti.

Liðið er sjö stigum á eftir Liverpool en bæði hafa leikið 33 leiki og eiga eftir að mætast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tsimikas að yfirgefa Liverpool

Tsimikas að yfirgefa Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ

Besta deildin: Ótrúlegur leikur í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar

Sjáðu þegar hann heiðraði minningu félaga síns sem lést í sumar
433Sport
Í gær

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik

England: Chelsea byrjar á jafntefli – Wood með tvennu í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Onana ekki í hópnum