Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanOrðið á götunni er að það sé ekki tilviljunin ein sem ræður því að Miðflokkurinn er nú á miklu flugi, orðinn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn og kominn yfir 20% í skoðanakönnunum. Breytt aðferðafræði flokksins sé markviss og vel undirbúin. Fylgisaukning flokksins hefur verið sett í samband við kjör Snorra Mássonar í embætti varaformanns en kosning Snorra Lesa meira
Sigmundur Davíð ósáttur við myndavalið – „Nú hlýt ég að hafa gert eitthvað af mér“
FréttirSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sló á létta strengi á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en tilefnið er frétt Vísis um nýjan Þjóðarpúls Gallup. Miðflokkurinn hefur verið á flugi í skoðanakönnunum undanfarnar vikur og mælist flokkurinn nú með 19,5 prósenta fylgi. Hefur fylgi Miðflokksins aldrei mælst meira. Samfylkingin er sem fyrr stærsti flokkurinn og er fylgið Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Einum leiðarstjarna – öðrum mýrarljós
EyjanFastir pennarÁ dögunum sá ég á BBC að forseti Bandaríkjanna kallaði fréttamann svín. Svo sá ég á Vísi að formaður Sjálfstæðisflokksins svaraði fréttamanni játandi þegar spurt var hvort forystumenn Evrópusambandsins væru glæpamenn. Sumir ná árangri með stjórnmálaumræðu á þessu plani. Aðrir ekki. Þingmenn sjálfstæðismanna sýnast af einhverjum ástæðum hafa valið að trompa málflutning Snorra Mássonar. Klípan Lesa meira
Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“
FréttirSnorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins, segir að það hafi verið upplýsandi að fylgjast með „klemmu“ Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, fyrrverandi blaðakonu, þegar hún leitaði skýringar á fylgisaukningu Miðflokksins í Silfrinu í fyrrakvöld. Snorri gerði ummæli Þóru að umtalsefni í færslu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi en í þættinum á mánudagskvöld var meðal annars rætt um Lesa meira
Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
EyjanMiðflokkurinn fengi þrjá borgarfulltrúa kjörna ef marka má nýja leynilega könnun um stuðning í borgarstjórnarkosningum. Miðflokkurinn hefur nú engan borgarfulltrúa og yrði því hástökkvari samkvæmt könnuninni sem einn flokkanna hefur látið gera fyrir sig og Eyjan hefur undir höndum. Viðreisn fengi einnig þrjá menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn héldi sínum sex borgarfulltrúum en Samfylkingin bætti við sig Lesa meira
Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima?
EyjanFastir pennarSnorri Másson er ungur þingmaður og ný hugmyndafræðileg leiðarstjarna Miðflokksins. Í fyrra mánuði horfði ég á myndband þar sem hann stóð í ræðustól Alþingis og skýrði stefnu flokks síns. Skilaboðin voru einföld: Ríkisstjórnin veitir styrk á fjárlögum til rampagerðar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þeir peningar fara ekki til íslenskra bænda. Ríkisstjórnin er að vinna Lesa meira
Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
EyjanStóru tíðindin í nýrri skoðanakönnun Maskínu um fylgi stjórnmálaflokka er að Viðreisn er orðin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Fylgi beggja flokka er um 16 prósent en Viðreisn er með 16,1 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn með 15,9 prósent. Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að hríðfalla, lækkar um 2,7 prósentustig milli mánaða, á meðan Viðreisn hækkar um 1,8 prósentustig og Lesa meira
María Rut Kristinsdóttir skrifar: Hið íslenska hundaflaut
EyjanFastir pennarÞað sem hefur einkennt pólitískan spuna síðustu ára eru hundaflautur. Þær hljóma ekki hátt, en eru hannaðar til að kalla fram ákveðin viðbrögð hjá ákveðnum hópum. Þannig eru hlutir sagðir undir rós til þess að espa upp tiltekinn hóp samfélagsins. Reagan talaði um bótadrottninguna (e. Welfare Queen). Breskir einangrunarsinnar vildu ná völdunum aftur (e. Take Back Control) Lesa meira
Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennarÞá hefur Miðflokkurinn kosið sér varaformann en varaformaður Miðflokksins virðist vera staða sem stundum þarf að manna og stundum ekki. Staðan hefur ekki verið mönnuð síðustu fjögur árin, eða frá því að Gunnar Bragi Sveinsson, einn Klausturbarsvíkinga flokksins, lét af því embætti. Svarthöfði bjóst fastlega við því að annar Klausturbarsvíkingur, Bergþór Ólason, myndi setjast í Lesa meira
Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins
FréttirSnorri Másson alþingismaður var rétt í þessu kjörinn varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Hann bar sigurorð af Ingibjörgu Davíðsdóttur þingmanni en Bergþór Ólason þingmaður flokksins dró framboð sitt til baka í gærkvöldi. Ingibjörg hlaut 64 atkvæði en Snorri 136. Snorri sagði meðal annars í þakkarræðu sinni að hann hefði ekki Lesa meira
