Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
FréttirHéraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt karlmann fyrir brot á fíkniefnalögum og barnaverndarlögum. Viðhafði maðurinn kynferðislegt tal við 13 ára stúlku í strætisvagni en fram kemur að maðurinn hafi margoft talað við fólk með slíkum hætti. Geðlæknir segir manninn gera sér enga grein fyrir að svona athæfi sé ekki í lagi og þurfi sárlega á sérstakri meðferð Lesa meira
Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
FréttirHéraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í meiðyrðamáli konu að nafni Tamila Gámez Garcell gegn fyrrum viðskiptafélaga sínum, Jónsa Björnssyni. Höfðu þau rekið saman veitingastaðinn PK2, á Laugavegi, en upp úr samstarfinu slitnaði og í kjölfarið ásakaði Jónsi Tamilu um meðal annars þjófnað og að hafa falsað undirskrift hans og viðhafði ummæli sem Tamila túlkaði Lesa meira
Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
FréttirHéraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Happdrætti Háskóla Íslands af kröfum fyrirtækisins Catalina sem rekur samnefndan veitinga- og skemmtistað í Kópavogi. Taldi fyrirtækið Happdrættið hafa mismunað sér við greiðslu samningsbundins endurgjalds vegna rekstrar happdrættisvéla á staðnum og krafðist um 47 milljóna króna ásamt vöxtum. Vélarnar ganga undir heitunum Gullnáman og Gullregn og eru í eigu Happdrættis Háskólans. Lesa meira
Sauð upp úr á bensínstöð N1: Kinnbeinsbrotinn, marinn og bólginn
FréttirHéraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Miðað við lýsingar í ákæru sauð upp úr á bensínstöð N1 í Reykjavík þann 14. febrúar 2024. Ákærði í málinu veittist með ofbeldi að öðrum manni innandyra á bensínstöðinni og sló hann ítrekað með krepptum hnefa í andlit og höfuð. Afleiðingar Lesa meira
Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum
FréttirKarlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir eignaspjöll með því að hafa brotið rúðu í lögreglubíl en til þess notaði maðurinn sitt eigið höfuð. Atvikið átti sér stað undir lok ársins 2023. Lögreglubíllinn var kyrrstæður í Hafnarstræti í Reykjavík. Maðurinn skallaði ítrekað hægri hliðarrúðu bílsins, farþegamegin að aftan, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. Lesa meira
Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru
FréttirLandsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að Margréti Friðriksdóttur athafnakonu væri óheimilt um að leggja fram bréf, sem barst dómstólasýslunni árið 2018 í ærumeiðingarmáli, sem höfðað hefur verið á hendur Margréti, með ákæru embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, fyrir ummæli sem hún viðhafði í garð Barböru Björnsdóttur dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hafði Margrét kallað Lesa meira
Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
FréttirHæstiréttur hefur hafnað beiðnum Sjóvár-Almennra Trygginga hf. um leyfi til að áfrýja dómum Landsréttar, í máli þriggja einstaklinga, tveggja karla og einnar konu gegn félaginu, en þau höfðu krafist greiðslu slysabóta eftir að annar karlinn ók bifreið, sem hin tvö voru farþegar í, á ljósastaur í Reykjavík árið 2020. Tryggingafélagið neitaði að borga bæturnar á Lesa meira
Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
FréttirKona frá Úkraínu sem býr hér á landi ásamt barni sínu á grunnskólaaldri hefur stefnt barnsföður sínum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í því skyni að henni verði dæmd forsjá barnsins og hann verði dæmdur til að greiða meðlag með barninu. Konan segist ekki vita nákvæmlega hvar í veröldinni maðurinn haldi sig og hann neiti að segja Lesa meira
Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi
FréttirLandsréttur staðfesti í liðinni viku gæsluvarðhaldsúrskurð yfir erlendum manni sem handtekinn var í kjölfar þess að hann beitti fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi. Hafði áður verið tekið ákvörðun um að vísa manninum úr landi en hann hafði lítið sinnt tilkynningarskyldu og dvalið á óþekktum stað. Maðurinn hefur hlotið nokkra refsidóma á þeim tíma sem hann hefur Lesa meira
Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
FréttirMaður sem starfar sem tónlistarmaður fær, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, engar bætur frá ríkinu eftir handtöku vegna gruns um akstur um götur Hafnarfjarðar undir áhrifum fíkniefna. Sýnataka á lögreglustöðinni í Hafnarfirði staðfesti ekki að maðurinn væri undir áhrifum og var honum þá sleppt og málið látið niður falla. Sagðist maðurinn hafa verið eltur af lögreglunni Lesa meira
