Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi
FréttirLandsréttur staðfesti í liðinni viku gæsluvarðhaldsúrskurð yfir erlendum manni sem handtekinn var í kjölfar þess að hann beitti fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi. Hafði áður verið tekið ákvörðun um að vísa manninum úr landi en hann hafði lítið sinnt tilkynningarskyldu og dvalið á óþekktum stað. Maðurinn hefur hlotið nokkra refsidóma á þeim tíma sem hann hefur Lesa meira
Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann
FréttirMaður sem starfar sem tónlistarmaður fær, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, engar bætur frá ríkinu eftir handtöku vegna gruns um akstur um götur Hafnarfjarðar undir áhrifum fíkniefna. Sýnataka á lögreglustöðinni í Hafnarfirði staðfesti ekki að maðurinn væri undir áhrifum og var honum þá sleppt og málið látið niður falla. Sagðist maðurinn hafa verið eltur af lögreglunni Lesa meira
Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
FréttirEinstaklingur sem stundaði svokallað MBA-nám við Háskóla Íslands hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða skólanum vangreidd skólagjöld. Hafði nemandinn haldið eftir hluta þeirrar upphæðar sem honum bar að greiða og vísaði til þess að námið hefði ekki staðið undir þeim væntingum sem gera hafi mátt til þess, í ljósi kynningar skólans á Lesa meira
Sautján ára deila um jarðir á Snæfellsnesi á leið fyrir dóm – Maður sem lést fyrir hálfri öld er einn eigenda
FréttirKona sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram tvær stefnur á hendur 35 einstaklingum, þar af einu dánarbúi, sem allir eru Íslendingar. Snýst málið um tvær jarðir á Snæfellsnesi sem konan á í sameign með öllum hópnum. Vill konan slíta sameigninni og hefur reynt það síðan árið 2008 en ekki hefur náðst samkomulag. Athygli Lesa meira
Pípari kenndi skólpi um kókaínið í blóðinu
FréttirHéraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað bótakröfu manns á hendur ríkinu. Hafði maðurinn verið handtekinn fyrir akstur undir áhrifum kókaíns. Málið var fellt niður á grundvelli þess að kókaín hafi ekki fundist í mælanlegu magni í blóði mannsins. Síðar lá hins vegar fyrir að önnur merki um kókaínneyslu fundust í blóðsýni mannsins en hann vísaði til þess Lesa meira
Ómar hafði ekki erindi sem erfiði – Áminning vegna skammarpósta til dómara stendur
FréttirHéraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum Ómars Valdimarssonar lögmanns sem krafðist þess að úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna þar sem hann var áminntur, fyrir meðal annars að senda dómara máls sem hann kom að tölvupóst með spurningu um hvaða starfsmann á lögmannsstofu sinni hann ætti að reka, yrði felldur úr gildi. Var Ómar einnig áminntur Lesa meira
Alþjóðlegt þjófagengi herjaði á íslenskar verslanir
FréttirFjórar manneskjur, þrjár konur og einn karlmaður, hafa verið sakfelldar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir samtals 43 þjófnaði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Allt fólkið ber erlend nöfn en tvær kvennanna virðast vera með íslenskt ríkisfang og eru mæðgur en afmáð hefur verið úr dómnum í hvaða landi þriðja konan og karlmaðurinn eru með ríkisborgararétt. Verðmæti þess Lesa meira
Fær engar bætur vegna slyss í Laugardalslaug fyrir 15 árum – Málsmeðferðin fyrir héraðsdómi tók sjö ár
FréttirLandsréttur hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli manns gegn Reykjavíkurborg. Maðurinn stefndi borginni til greiðslu bóta eftir að hafa runnið á flísum í innilaug Laugardalslaugar sumarið 2010 og hlotið af því töluvert líkamstjón. Var talið að honum hefði ekki tekist að sanna að flísarnar hefðu verið flughálar og þar með vanbúnar. Landsréttur gerir sérstaka Lesa meira
Rekinn úr starfi hjá ríkinu vegna lélegrar frammistöðu – Fór í mál en fær ekki krónu í bætur
FréttirLandsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem sýknaði íslenska ríkið af kröfu ónefnds einstaklings sem krafðist um 90 milljón króna í skaða- og miskabætur. Hafði viðkomandi verið rekinn úr starfi hjá ríkinu vegna lélegrar frammistöðu. Ekki kemur fram í dómi Landsréttar hjá hvaða ríkisstofnun eða ríkisfyrirtæki viðkomandi vann. Um málavexti segir í dómnum að einstaklingurinn Lesa meira
Neydd til að mæta ofbeldismanni sínum í dómsal – „Þegar þú drepst þá mun ég brosa“
FréttirLandsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður sem er ákærður fyrir að hóta fyrrverandi eiginkonu sinni lífláti þurfi ekki að víkja úr dómsal á meðan konan ber vitni í málinu. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir að beita konuna ofbeldi og hlaut síðar einnig dóm fyrir hótanir í hennar garð. Konan byggði kröfu Lesa meira