fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Frakkland

Arabaríki sniðganga franskar vörur vegna deilna um Múhameðsteikningar

Arabaríki sniðganga franskar vörur vegna deilna um Múhameðsteikningar

Pressan
26.10.2020

Í Arabaríkjunum færist sífellt í vöxt að fólk sé hvatt til að sniðganga franskar vörur eftir gagnrýni Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, á hendur öfgasinnuðum múslimum og loforð hans um að verja tjáningarfrelsið sem leyfir birtingu skopmynda af spámanninum Múhameð. Í Kúveit og Doha sniðganga margar verslanir franskar vörur og á samfélagsmiðlum hafa verið birtar myndir af fólki sem fjarlægir franska osta Lesa meira

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum

Pressan
21.10.2020

Í kjölfar hins hrottalega morðs á kennaranum Samuel Paty nærri París síðastliðinn föstudag boðar Emmanuel Macron, forseti, hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum og segir að „óttinn muni skipta um lið“. Hann ætlar að gera hugsanlegum öfgasinnuðum múslimum lífið erfitt með því að nota lagasetningar. Paty var myrtur af öfgasinnuðum múslima fyrir að hafa notað myndir af spámanninum Múhameð í kennslu um tjáningarfrelsi. Morðinginn, Lesa meira

Íbúar Nýju-Kaledóníu hafna sjálfstæði frá Frakklandi

Íbúar Nýju-Kaledóníu hafna sjálfstæði frá Frakklandi

Pressan
13.10.2020

Í annað sinn hafa íbúar Nýju-Kaledóníu hafnað því að öðlast sjálfstæði frá Frakklandi. Sameinuðu þjóðirnar skilgreina Nýju-Kaledóníu sem eina af síðustu nýlendum heimsins og svo virðist sem meirihluti íbúanna sé nokkuð sáttur við það. En munurinn á milli já og nei í þjóðaratkvæðagreiðslunum tveimur hefur minnkað og hugsanlega verður niðurstaðan önnur ef kosið verður 2022 eins og Lesa meira

Svæfingalæknir ákærður fyrir að valda dauða breskrar konu – Var ölvaður við störf

Svæfingalæknir ákærður fyrir að valda dauða breskrar konu – Var ölvaður við störf

Pressan
09.10.2020

Franski svæfingalæknirinn Helga Wauters er sökuð um að hafa orðið Xynthia Hawke, 28 ára, að bana þegar hún sinnti henni sem svæfingalæknir. Hawke var þá að fæða barn. Wauters hafði neytt áfengis áður en hún mætti til vinnu. Hawke fékk hjartaáfall eftir að Wauters setti slöngu niður í vélinda hennar í stað barkans. Hún áttaði sig ekki á mistökunum þrátt fyrir að Hawke hafi kastað upp og öskrað Lesa meira

Frakkar og Þjóðverjar vilja refsa Rússum fyrir morðtilræðið við Navalny

Frakkar og Þjóðverjar vilja refsa Rússum fyrir morðtilræðið við Navalny

Pressan
09.10.2020

Frönsk og þýsk stjórnvöld munu leggja til að refsiaðgerðum verði beitt gegn þeim aðilum sem talið er að hafi staðið á bak við morðtilræðið við rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny. Eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Grunur leikur á að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við tilræðið. Frönsk og þýsk stjórnvöld hafa sent öðrum aðildarríkjum ESB Lesa meira

Erdogan telur ummæli Macron um múslima vera ögrun

Erdogan telur ummæli Macron um múslima vera ögrun

Pressan
08.10.2020

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er allt annað en sáttur við Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, eftir ummæli hins síðarnefnda í síðustu viku. Þá hét Macron því að berjast gegn „íslamskri aðskilnaðarstefnu“ í frönsku samfélagi. Erdogan segir ummælin vera „hreina ögrun“ sem sýni vel „ósvífni“ Frakklandsforseta. Macron kynnti nýtt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku sem á að styrkja hið veraldlega í landinu þannig að stjórnmál og Lesa meira

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi

Metfjöldi kórónuveirusmita á einum sólarhring í Bretlandi og Frakklandi

Pressan
25.09.2020

Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi í Bretlandi eins og í gær. Þá voru staðfest 6.634 ný smit. Sömu sögu er að segja frá Frakklandi en þar greindust 16.096 með smit í gær en voru 13.072 á miðvikudaginn. Þetta var í fjórða sinn á átta dögum sem nýtt met varðandi fjölda smita Lesa meira

Dularfullu morðin í Ölpunum 2012 – Hver myrti fjölskylduna?

Dularfullu morðin í Ölpunum 2012 – Hver myrti fjölskylduna?

Pressan
09.09.2020

Þann 8. september 2012 voru Saad al Hilli, 50 ára, Iqbal al Hilli 47 ára, og móðir hennar Shuhaila al Allaf 74 ára, skotin til bana á fjallvegi nærri bænum Annecy í Frakklandi. Morðinginn var einn á ferð og skaut 25 skotum á bíl þeirra. Dætur al Hilli-hjónanna lifðu árásina af. Zainab al Hilli var sjö ára og Zeena systir hennar fjögurra ára. Auk foreldra þeirra og ömmu skaut Lesa meira

Reyndi að drepa flugu en sprengdi hluta af húsinu

Reyndi að drepa flugu en sprengdi hluta af húsinu

Pressan
09.09.2020

Á föstudaginn sat maður á áttræðisaldri á heimili sínu í Parcoul-Chenaud í Dordogne í Frakklandi og borðaði kvöldmat. Fluga ein gerði honum þó lífið leitt og pirraði hann mikið. Maðurinn náði sér því í flugnaspaða sem er með rafhlöðum og sendir frá sér straum til að drepa flugur. Hann reiddi spaðann til höggs og miðaði á fluguna en vissi Lesa meira

Ólögleg samkvæmi skipulögð víða í Evrópu

Ólögleg samkvæmi skipulögð víða í Evrópu

Pressan
02.09.2020

Á laugardaginn stöðvaði Lundúnalögreglan ólöglegt ravesamkvæmi í skógi utan við borgina. Þar voru um 500 manns samankomnir. Þetta er ekkert einsdæmi því í mörgum Evrópulöndum eru samkvæmi af þessu tagi nú haldin hér og þar þar sem næturklúbbar og skemmtistaðir eru víða lokaðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þessu bregst fólk við með því að boða til ólöglegra samkvæma. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af