fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Forsetakosningar

Endurtalningu er lokið í Georgíu – Úrslitin standa

Endurtalningu er lokið í Georgíu – Úrslitin standa

Pressan
20.11.2020

Endurtalningu atkvæða, sem voru greidd í forsetakosningunum, er lokið í Georgíu. Þar var ákveðið að telja öll atkvæðin aftur og nú í höndum vegna þess hversu litlu munaði á þeim Donald Trump og Joe Biden sem tókust á um forsetaembættið. Niðurstöður fyrri talningar standa óbreytt, Joe Biden sigraði í ríkinu. Gabriel Sterling, yfirmaður kjörstjórnar ríkisins, tilkynnti þetta seint í gærkvöldi. Um 5 milljónir atkvæða Lesa meira

Innanríkisráðherra Georgíu segir að þingmaður Repúblikana hafi stungið upp á að löglegum atkvæðum yrði hent

Innanríkisráðherra Georgíu segir að þingmaður Repúblikana hafi stungið upp á að löglegum atkvæðum yrði hent

Pressan
18.11.2020

Brad Raffensperger, sem er Repúblikani og innanríkisráðherra í Georgíu, segi rað Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður og dyggur stuðningsmaður Donald Trump forseta, hafi spurt hvort ekki væri hægt að henda öllum utankjöfundaratkvæðum, sem voru greidd í forsetakosningunum, í ákveðnum kjördæmum. Þetta hafi hann gert eftir að ljóst var að Trump hafði tapað með litlum mun í ríkinu. Lesa meira

Fundu áður ótalin atkvæði í Georgíu

Fundu áður ótalin atkvæði í Georgíu

Pressan
18.11.2020

Í tengslum við endurtalningu atkvæða í öllum 159 kjördæmum Georgíuríkis fundust rúmlega 2.700 áður ótalin atkvæði í gær. Atkvæðin eru öll úr sömu sýslunni, Floyd County. Innanríkisráðuneyti ríkisins skýrði frá þessu í gær. Samkvæmt frétt AP þá voru atkvæðin á minniskorti sem hafði ekki verið tekið með í fyrstu talningunni. Á minniskortinu voru 2.755 atkvæði og hafa Lesa meira

Hvað tekur við hjá Trump? Fangelsi? Sjónvarpsþættir? Aftur í Hvíta húsið?

Hvað tekur við hjá Trump? Fangelsi? Sjónvarpsþættir? Aftur í Hvíta húsið?

Pressan
18.11.2020

Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í bandarísku forsetakosningunum fyrir tveimur vikum þrátt fyrir að hann eigi erfitt með að játa sig sigraðan. Flestir erlendir fjölmiðlar telja að nú fari óvissutímar í hönd hjá Trump og fjölskyldu hans sem hefur meira og minna verið viðloðandi Hvíta húsið á valdatíma hans. Eitt eru þó flestir sammála um, Trump mun hafa mikil áhrif í bandarískum stjórnmálum Lesa meira

Stuðningsmenn Trump sögðu að dáinn maður hefði greitt atkvæði – Sannleikurinn var allt annar

Stuðningsmenn Trump sögðu að dáinn maður hefði greitt atkvæði – Sannleikurinn var allt annar

Pressan
18.11.2020

Donald Trump og kosningaframboð hans hafa haldið því fram að fjöldi nafngreindra látinna Bandaríkjamanna hafi greitt atkvæði í forsetakosningunum. En þetta eru vafasamar fullyrðingar því margir þessara kjósenda eru svo sannarlega á lífi. Þessar ásakanir Trump og hans fólks eru liður í að reyna að grafa undan úrslitum forsetakosninganna sem Trump á greinilega mjög erfitt með að sætta sig við að Lesa meira

Fara gegn Trump – „Kosningarnar 3. nóvember voru þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna“

Fara gegn Trump – „Kosningarnar 3. nóvember voru þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna“

Pressan
13.11.2020

„Kosningar 3. nóvember voru þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna,“ þetta segir í niðurstöðu alríks- og ríkiskjörstjórna um framkvæmd kosninganna en yfirlýsing þeirra var birt í gærkvöldi að bandarískum tíma. Um er að ræða opinberar stofnanir og nefndir sem annast framkvæmd kosninga í landinu. Þær fara því gegn orðum Donald Trump, forseta, sem hefur ítrekað haldið því fram Lesa meira

Mitch McConnell styður afneitun Trump á kosningaúrslitunum – Ástæðan er þó önnur en ástæða Trump

Mitch McConnell styður afneitun Trump á kosningaúrslitunum – Ástæðan er þó önnur en ástæða Trump

Pressan
12.11.2020

„Í Bandaríkjunum á að telja öll lögleg atkvæði. Ekki skal telja eitt einasta ólöglegt atkvæði,“ þessi orð Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana í öldungadeild þingsins, gætu alveg eins hafa komið úr munni Donald Trump forseta. En líklegt má telja að það séu aðrar ástæður að baki orðum McConnell en hjá forsetanum sem reynir að ríghalda í völdin. Ander Agner, aðalritstjóri vefmiðilsins kongressen.com telur að McConnell viti vel að Joe Biden verði Lesa meira

Leyniþjónustan undirbýr sig undir sigur Joe Biden – Bætir við öryggisgæslu hans

Leyniþjónustan undirbýr sig undir sigur Joe Biden – Bætir við öryggisgæslu hans

Pressan
06.11.2020

Bandaríska leyniþjónustan, Secret Service, sem sér um öryggisgæslu háttsettra embættismanna landsins, þar á meðal forsetans, er nú að undirbúa sig undir sigur Joe Biden í forsetakosningunum. Nú þegar hefur verið ákveðið að senda liðsauka til Wilmington í Delaware til að styrkja öryggisgæsluna í kringum Biden. Washington Post skýrir frá þessu og hefur heimildarmönnum innan leyniþjónustunnar. Kosningaframboð Biden býr sig nú undir að lýsa yfir sigri í kosningunum og er Lesa meira

Trump með grófar ásakanir – Sjónvarpsstöðvar rufu útsendingu til að leiðrétta hann – Formaður kjörstjórnar hjólar í hann

Trump með grófar ásakanir – Sjónvarpsstöðvar rufu útsendingu til að leiðrétta hann – Formaður kjörstjórnar hjólar í hann

Eyjan
06.11.2020

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virðist vera maður sem veit að hann er á góðri leið með að tapa forsetakosningunum og leitar allra ráða til að ríghalda í völd sín. Hann flutti ávarp í gærkvöldi þar sem hann setti fram grófar ásakanir um kosningasvindl, án þess að leggja fram nokkrar sannanir fyrir þeim, og sakaði Demókrata um Lesa meira

Heimilar vopnuðum lögreglumönnum að fara inn á talningarstaði – Óttast afskipti alríkisstjórnarinnar af talningunni

Heimilar vopnuðum lögreglumönnum að fara inn á talningarstaði – Óttast afskipti alríkisstjórnarinnar af talningunni

Pressan
05.11.2020

Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti saksóknurum þar í landi í gær að lögum samkvæmt megi þeir senda vopnaða alríkislögreglumenn á talningarstaði um allt land til að rannsaka kosningasvindl. Tilkynningin var send í tölvupósti. New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að tölvupósturinn hafi vakið upp ótta um að alríkisstjórnin hyggist ógna embættismönnum, sem starfa við talningu atkvæða, eða skipta sér Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Stöð 2 lækkar verð