fbpx
Föstudagur 11.október 2024
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Áhersla á hið þjóðlega – þjóðarstolt en ekki þjóðernishyggja

Eyjan
Þriðjudaginn 7. maí 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr settist niður með Ólafi Arnarsyni í sjónvarpsviðtali á Eyjunni til að ræða forsetaframboð sitt og þá hluti sem hann stendur fyrir. Veislur eru ekki hans sterka hlið og hann vill miklu frekar vera úti meðal þjóðarinnar en sitja fínar veislur. Hann vill létta stemninguna og tala kjark í þjóðina. Hann segir þjóðarstolt vera mikilvægt en að þunn lína sé milli þess og þjóðernishyggju. Hægt er að horfa á þáttinn hér á Eyjunni og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans.

Hér má sjá stuttan bút úr þættinum:

Eyjan - Jon Gnarr - 1.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Jon Gnarr - 1.mp4

„Ég verð náttúrlega sko fyrst og fremst ég eins og fólk hefur kynnst mér. Ég er ekki að fara að breyta mér, breyta persónuleika mínum og verða á einhvern annan hátt en ég hef verið,“ segir Jón.

„Ég held að ég sé svona í grunninn fyrst og fremst svona alþýðlegur maður fólksins en ég held að ég muni leitast við að vera í nánara samtali við þjóðina heldur en hefur þekkst áður og svo mun ég líka reyna að létta stemningu og tala kjark í fólk, mér finnst það mjög mikilvægur hluti af hlutverki forseta Íslands.

Hér má sjá þáttinn í heild:

HB_EYJ102_NET_Gnarr.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ102_NET_Gnarr.mp4

Jón segist miklu frekar sjá sig sem forseta sem fari um landið, sé á landinu,  en að hann verði mikið í veislum. „Það er ekki mín sterka hlið að vera í veislum. Ég mun vissulega gera það, bara vegna þess að ég er kurteis maður og kann mannasiði, mæta í veislur sem mér er boðið í og bjóða á Bessastaði fólki.“

Hann segist brenna fyrir barnamenningu. „Mig langar til að láta að mér kveða á því sviði. Svo langar mig líka að nota þessa stöðu til að benda á svo margt þjóðlegt sem fólk er kannski ekki alltaf meðvitað um í sambandi við söguna okkar, í sambandi við tungumálið, og við erum á umbrotatímum þar sem er þunn lína milli þjóðarstolts og þjóðernishyggju. Mig langar til þess að hjálpa til við að sú umræða fari aldrei út í óefni og við megum vera stolt af því hver við erum sem þjóð og stolt af því að saga okkar tengist hlutum eins og víkingaöldinni og menningu víkinga án þess að það sé eitthvað sem gæti hugsanlega orðið eitthvað óþægilegt.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Alma ráðin sérfræðingur í samfélagsmiðlum

Alma ráðin sérfræðingur í samfélagsmiðlum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gunnarsson: Ættum að skoða aðild okkar að EES – fríverslunarsamningur kannski betri

Jón Gunnarsson: Ættum að skoða aðild okkar að EES – fríverslunarsamningur kannski betri
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segist ekki muna eftir því hvort Þórunn reyndi að bola Ólafi Ragnari burt

Segist ekki muna eftir því hvort Þórunn reyndi að bola Ólafi Ragnari burt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gunnarsson: Sala flugvélar landhelgisgæslunnar og sameining sýslumannsembætta hefði sparað milljarða og bætt þjónustu

Jón Gunnarsson: Sala flugvélar landhelgisgæslunnar og sameining sýslumannsembætta hefði sparað milljarða og bætt þjónustu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískustu ummæli aldarinnar á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískustu ummæli aldarinnar á Íslandi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér

Jón Gunnarsson: Brjóta hefði átt upp stjórnarsamstarfið 2021 – aftur tækifæri þegar Katrín sagði af sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Birgisson: Sjálfstæðismenn í Kópavogi kynda undir verðbólgunni svo annað eins hefur ekki sést – nýtt skattaform

Vilhjálmur Birgisson: Sjálfstæðismenn í Kópavogi kynda undir verðbólgunni svo annað eins hefur ekki sést – nýtt skattaform
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar: Stýrivaxtalækkunin ekki vaxtalækkun – verðbólga minnkaði meira en vextirnir – raunvextir hækkuðu

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar: Stýrivaxtalækkunin ekki vaxtalækkun – verðbólga minnkaði meira en vextirnir – raunvextir hækkuðu
Hide picture