fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Elon Musk segir umdeilda færslu hans á X um banatilræðið gegn Trump hafa verið grín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2024 17:30

Elon Musk. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðjöfurinn heimsþekkti Elon Musk eyddi færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X, sem hann á sjálfur, eftir að hafa uppskorið töluverða gagnrýni. Snerist færslan um morðtilræði gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, sem tókst að koma í veg fyrir í gær.

Eins og er oft raunin með umdeildar færslur þekkts fólks náðu margir að taka skjáskot af umræddri færslu áður en Musk eyddi henni. Í færslunni skrifar Musk sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump:

„Og það er enginn einu sinni að reyna að drepa Biden eða Kamala.“

Skjáskot af færslunni umdeildu.

Með færslunni var Musk að svara færslu annars notanda á X sem varpaði fram þeirri spurningu af hverju væri verið í sífellu að reyna að myrða Trump en þetta er í annað sinn á þessu ári sem forsetinn fyrrverandi verður skotmark banatilræðis. Sögðu notendur sem voru ósáttir við færsluna að hún væri væði ábyrgðarlaus og hættuleg. Í frétt Independent kemur fram að A.J. Delgado fyrrum ráðgjafi Trump, sem nú hefur snúist gegn honum, hafi sagt að hefði einhver annar skrifað svona færslu hefði viðkomandi væntanlega fengið heimsókn frá alríkislögreglunni FBI.

Musk setti í staðinn inn nýjar færslur þar sem hann fullyrðir að færslan umdeilda hafi verið grín:

„Það er víst þannig að brandarar eru miklu síður fyndnir ef að fólk þekkir ekki samhengið og þeim er eingöngu varpað fram í textaformi.“

„Jæja, ég hef lært þá lexíu að þótt ég segi eitthvað við hóp af fólki sem hlegið er að þýðir það ekki að það verði sérstaklega hlægilegt sem færsla á X.“

Í annað sinn

Í júlí síðastliðnum var skotið nokkrum sinnum á Donald Trump þegar hann var að halda ræðu á framboðsfundi í Pennsylvaníu. Eitt skotið hæfði hann í eyrað en honum tókst að skýla sér bak við ræðupúltið og var síðan fluttur á brott af lífvörðum.

Árásarmaðurinn í gær komst ekki alveg jafn nálægt því að skaða Trump en hann var um 500 metra frá forsetanum fyrrverandi sem var að spila golf á golfvelli við lúxushótel, sem hann á sjálfur, í Flórída. Þá sá einn af lífvörðum Trump að hlaupi Ak-47 hríðskotabyssu var stungið inn um girðingu sem umlykur staðinn. Lífvörðurinn og samstarfsmenn hans skutu á manninn með byssuna sem flúði af vettvangi en náðist síðar.

Trump meiddist ekki en alríkislögreglan FBI hefur gefið út að málið sé rannsakað sem banatilræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú