„Velkomin á stóra sviðið Ísland,“ sagði á vefsíðu handboltahlaðvarpsins (Un)informed Handball Hour eftir sigur Strákanna okkar á Egyptum í gær.
Um var að ræða fyrsta leik liðanna í milliriðlum HM. Ísland vann 27-24 og er með fullt hús á toppi síns riðils. Möguleikarnir á að fara áfram í 8-liða úrslit eru frábærir.
Meira
Strákarnir okkar enn með 100 prósent árangur eftir flotta frammistöðu í kvöld
Aroni Pálmarssyni var hrósað sérstaklega af handboltahlaðvarpinu vinsæla. Hann skoraði átta mörk og var af mörgum talinn maður leiksins, þar á meðal hér á DV.
„Sama hvað þá getur Aron Pálmarsson en töfrað fram hluti á stærsta sviðinu. Átta mörk frá meistaranum,“ stóð einnig.
Næsti leikur Íslands er gegn Króötum og þar á eftir mæta Strákarnir okkar Argentínu á sunnudag.
No matter what Aron Palmarsson can still make magic happen when on the biggest stage
8 goals for the maestro
— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 22, 2025