Chelsea er óvænt talið vera að skoða það að fá inn sóknarmaninn Liam Delap sem spilar með Ipswich í efstu deild.
Um er að ræða 21 árs gamlan leikmann sem er ansi efnilegur og var áður á mála hjá Manchester City.
Delap hefur vakið athygli á þessu tímabili en hann er sonur Rory Delap sem lék með Stoke City á sínum tíma.
Chelsea gæti mögulega skipt á leikmönnum við Ipswich á næsta ári en Cesare Casede er á förum frá félaginu í janúarglugganum.
Delap er virkilega kraftmikill sóknarmaður en hann er með sex mörk í 16 leikjum á tímabilinu.