Devis Mangia, sem var á dögunum rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Möltu á dögunum, eftir að ásakanir um óviðeigandi hegðun hans í garð leikmanna landsliðsins litu dagsins ljós, neitar sök í málinu.
Mangia var sagt upp störfum á þriðjudaginn síðastliðinn og í um leið var sett af stað rannsókn í tengslum við ásakanirnar.
Fjölmiðar í Möltu greina frá því að tveir leikmenn maltneska landsliðsins haldi því fram að Mangia hafi brotið á þeim kynferðislega.
Mangia hefur sjálfur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertekur fyrir ásakanirnar á hendur sér.
„Mér ber skylda til að upplýsa að ég hef aldrei, hvorki nú né áður brotið á einstaklingi. Þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum, þetta eru falsfréttir sem skaða orðspor mitt.“