fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Sport

Íslensku stuðningsmennirnir bálreiðir út í Icelandair – Allir látnir sitja efst uppi í rjáfri – „Við erum bara eins og dúfur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. janúar 2020 13:18

Hulda Salómónsdóttir og Þóra Bragadóttir styðja íslenska liðið í Malmö

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir stuðningsmenn strákanna okkar í Malmö keyptu flestir miða á leiki íslenska liðsins sem hluta af pakka hjá Icelandair sem bauð flugfar og miða á leikina. Allir miðarnir á alla leiki íslenska liðsins í undanriðli gilda á versta mögulega stað í handboltahöllinni í Malmö, eða efst uppi í rjáfri. „Þeir heyra í okkur en þeir geta ekki séð okkur, strákarnir,“ segir Hulda Salómónsdóttir sem er ein af þeim fjölmörgum sem styðja við bakið á strákunum í Malmö. „Við erum bara lengst uppi í rjáfri og eru bara eins og dúfur,“ bætir Hulda við og segir að mikil reiði sé í íslenska stuðningsmannahópnum.

„Mér finnst súrt að borga fullt verð fyrir þennan pakka og fá þessa miða. Mér skilst að þetta sé út af einhverju samkrulli Icelandair og HSÍ og að HSÍ hafi viljað að þeir sem keyptu miða í gegnum Icelandair yrðu hjá áhorfendum sem keyptu miða af HSÍ,“ segir Hulda ennfremur. Hún segist hafa keypt svipaðan pakka á HM í fyrra, sem fram fór í Þýskalandi og Danmörku, en þá hefðu aðgöngumiðarnir verið á miklu betri stað í höllinni.

DV hafði samband við Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hún kannaðist ekki við málið  og bað blaðamann um skriflega fyrirspurn. Ætlar Ásdís að kanna málið og veita svör síðar.

Ísland mætir Rússlandi á HM í dag kl. 17:15. Fjöldi íslenskra stuðningsmanna verður á leiknum – en þeir verða allir uppi við rjáfur í höllinni.

Oddfríður Sæby Jónsdóttir var með súlu fyrir framan sig á leiknum við Dani í efsta röð og gat ekki setið í sætinu sínu. Þetta er tíunda skiptið hennar á stórmóti með landsliðinu og hún hefur aldrei áður lent í svona slæmu sæti.

Hér má sjá sjónarhorn íslensku áhorfendanna á völlinn í leiknum við Rússa sem nú stendur yfir.

 

Icelandair á enga sök, segir HSÍ

„Við sitjum fyrir miðju vallarins í efra svæði, sem er d-23 til 26. Það hefur legið fyrir frá því við byrjuðum að dreifa miðunum frá því í haust. Við erum óánægð með staðsetninguna en þegar miðasala á mótið hófst í vor, áður en var dregið í riðla, þá var búið að raða einni þjóð í hvern riðil og fyrir lá að Danmörk myndi spila í Malmö. Danir keyptu upp mjög hratt þá miða sem voru til sölu í fyrstu úthlutun. Við eigum rétt á ákveðnum hluta miða, við sendum inn pöntun og fengum úthlutað þarna uppi í rjáfri. Þetta eru ekki verstu sætin í höllinni því þetta er fyrir miðju vallar en ekki bak við annað markið eða eitthvað slíkt. Þetta er selt sem kategoría 1 eða besta kategorian. Engu að síður er þetta hátt uppi,“ segir Guðmundur B Ólafsson, formaður HSÍ.

Guðmundur segir alrangt að kenna Icelandair um þetta, þeir eigi enga sök. „Þar sem fyrirséð var að uppselt yrði á mótið mjög hratt fékk Icelandair hlutdeild í okkar miðum. Við í HSÍ í raun leggjum inn miðapöntun fyrir Ísland,“ segir Guðmundur og má af honum skilja að mjög erfitt hafi verið að koma málum öðruvísi fyrir en raunin varð. Hinn kosturinn hefði verið sá að dreifa íslensku áhorfendunum um höllina sem mjög myndi draga úr stemningunni hjá hópnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Guardiola biðst afsökunar

Guardiola biðst afsökunar
433Sport
Í gær

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári