fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Birgir Leifur dregur sig úr keppni í Danmörku vegna meiðsla

Arnar Ægisson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 10:10

Birgir Leifur Hafþórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í gær á Made in Denmark mótinu sem fram fer í Silkiborg í Danmörku. Birgir Leifur tók ákvörðun í morgun að draga sig úr mótinu eftir að hafa ráðfært sig við fagfólk sem vinnur með atvinnukyfingnum. Birgir lék á 78 höggum í gær og var langt frá sínu besta vegna meiðsla í hálsi.

„Ég hef glímt við tak í hálsinum undanfarnar vikur eftir mikla keppnistörn. Ég hef reynt að hvíla þetta svæði eins og hægt er á milli móta. Leikið færri æfingahringi og ekki slegið eins mikið á æfingasvæðinu. Eftir hringinn í gær þá tók ég ákvörðun í samráði við teymið mitt að taka eina viku í pásu. Bergur Konráðsson kírópraktor mun aðstoða mig næstu daga ásamt sjúkraþjálfara. Ég þarf að gera eitthvað annað en að spila golf, fara í líkamsræktina, fá meira blóðflæði á þetta svæði. Ég mun mæta ferskur á lokasprettinn á mótaröðunum.

Birgir Leifur hefur leikið á níu mótum á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Þar að auki hefur hann leikið á níu mótum á Áskorendamótaröð Evrópu, sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu.

Alls hefur Birgir Leifur leikið á 69 mótum á Evrópumótaröðinni frá upphafi – og er hann langefstur í þeirri tölfræði hjá íslenskum atvinnukylfingum í karlaflokki. Árin 2009 og 2007 lék Birgir á 17 og 18 mótum á Evrópumótaröðinni – en á þeim tíma var hann með fullan keppnisrétt á mótaröðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Kominn með nóg af sömu spurningunum – ,,Mér er drullusama“

Kominn með nóg af sömu spurningunum – ,,Mér er drullusama“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“

Hrafnkell ómyrkur í máli og trúði vart því sem hann sá – „Það var bara fáránlegt að horfa upp á þetta“
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar