fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Pressan

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Pressan
Sunnudaginn 4. janúar 2026 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iðraólga (e. Irritable Bowel Syndrome) er samansafn mjög hvimleiðra og krónískra einkenna í meltingarvegi sem lýsa sér einkum í krömpum, vindgangi, uppþemdum kvið, hægðatregðu eða niðurgangi og óþægindum eftir máltíðir. Konur eru mun líklegri til að þjást af iðraólgu en karlar og ný rannsókn bendir til að eina helstu ástæðu þess sé einkum að finna í því sem er í meira magni í öllum konum, hormóninu estrógen.

Á vefnum Heilsuveru segir meðal annars um iðraólgu að hún eigi sér stað við truflun á starfsemi ristils og smáþarma á þann hátt að í stað þess að dragast reglubundið saman og flytja þannig fæðuna taktfast áfram þá verði samdrættir á mismunandi stöðum ristils og smáþarma samtímis. Þessar truflanir komi oftast í kjölfar máltíða.

Fjallað er um rannsóknina í tímariti Smithsonian-stofnunarinnar. Rannsóknin, sem gerð var á músum bendir til að estrógen komi sameindum sem valda sársauka í meltingarveginum af stað og geri ristilinn viðkvæmari fyrir vissum fæðutegundum.

Vonast er til að niðurstöðurnar ýti undir þróun meðferðarúrræða við iðraólgu og öðrum vandamálum í meltingarvegi.

Önnur þeirra sem fór fyrir rannsókninni, Holly Ingraham lífeðlisfræðingur við Háskólann í Kaliforníu, segir að skýringin á því af hverju konur sé líklegri en karlar til að þjást af iðraólgu sé nú fundin og það muni hjálpa til við lyfjaþróun í framtíðinni.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar reyndist estrógen vera mjög móttækilegt fyrir próteini í svokölluðum L-frumum sem munu vera sjaldgæfar frumur í meltingarveginum. Estrógenið veldur síðan því að umræddar frumur senda frá sér hormón sem sendir annari gerð af frumum í meltingarveginum skilaboð um að senda frá serótónín, sem sendir sársaukaboð til heilans.

Kollegar vísindamannanna sem stóðu að rannsókninni segja gildi hennar ekki síst felast í bættum skilningi á hvernig kyn getur haft áhrif á þann sársauka og vandamál sem geta skapast í líkamanum. Þessi bætti skilningur muni síðan skipta miklu máli við að að þróa betri leiðir til að takast á við allt slíkt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðingjanum tókst að fá samfangana á móti sér með hroka og leiðindum

Morðingjanum tókst að fá samfangana á móti sér með hroka og leiðindum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins

Sagan um hjónaband Dolly Parton og hvers vegna eiginmaður hennar hélt sig utan sviðsljóssins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn segir meiri ógn stafa af OnlyFans en múslimum
Pressan
Fyrir 1 viku

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 1 viku

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“

„Við buðum manni inn á heimili okkar á jólum og hann fór ekki næstu 45 ár“