CNN skýrir frá þessu og segir að þar sem um lágmarksöryggisfangelsi sé að ræða standi föngunum eitt og annað til boða sem þeim myndi ekki standa til boða í öðrum fangelsum. Hins vegar njóti Maxwell ekki góðs af þessu.
Flestir fanganna afplána dóm fyrir hvítflippaglæpi.
Þeim stendur meðal annars til boða að taka að sér þjálfun hvolpa eða að vinna utan fangelsisins.
Eins og kunnugt er þá var Maxwell samstarfskona og unnusta barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Hún var dæmd í 20 ára fangelsi 2021 fyrir að hafa aðstoðað Epstein við að selja barnungar stúlkur í vændi.
CNN segir að margar aðrar þekktar konur afpláni dóm í fangelsinu.
Bæði föngum og starfsfólki hefur verið ráðlagt að tala varlega þegar rætt er um Maxwell.
Sam Mangel, ráðgjafi í fangelsinu, sagði í samtali við CNN að Maxwell eignist enga vini í fangelsinu því hinir fangarnir telji hana „eitraða“.