fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Hvað varð um þá? Afmáðir af nýlegri mynd með Kim Jong-Un

Pressan
Fimmtudaginn 19. júní 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsir hafa klórað sér í kollinum yfir nýlegri ljósmynd sem yfirvöld í Norður-Kóreu birtu fyrir skemmstu. Myndinni hefur nefnilega verið breytt og vantar nú tvo hátt setta embættismenn á hana.

Kim Myong Sil og Hong Kil Ho, sem eru æðstu yfirmenn Chongjin-skipasmíðastöðvarinnar sáust á ljósmynd með einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong Un, fyrir tveimur mánuðum.

Á þeim tíma var lokaundirbúningur í gangi vegna sjósetningar stærsta og dýrasta herskips Norður-Kóreumanna.

Það var svo þann 21. maí síðastliðinn að til stóð að sjósetja skipið en óhætt er að segja að það hafi farið úrskeiðis. Skipið fór á hliðina og laskaðist töluvert og var þetta talsvert áfall fyrir einræðisherrann sem er sagður hafa brugðist reiður við.

Þegar þessi sama mynd er skoðuð í dag eru Kim og Hong hvergi sjáanlegir og velta ýmsir vöngum yfir því hvað varð um þá. Hefur þeirri kenningu verið varpað fram að þeir hafi hugsanlega verið teknir af lífi fyrir klúðrið þann 21. maí síðastliðinn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem embættismenn eru afmáðir af spjöldum sögunnar í Norður-Kóreu.

Hér að neðan má sjá fleiri dæmi um þetta:

Mennirnir sem voru afmáðir af spjöldum sögunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa

Er í lagi að drekka gos með sætuefnum? – Vísindamaður er ekki í neinum vafa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið

Fannst sundurhlutaður í kjallara – Unnustan og móðirin hafa játað morðið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir