fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Pressan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfandi á leik Pittsburgh Pirates og Chicago Cubs í bandarísku hafnaboltadeildinni má teljast heppinn að vera á lífi eftir að hafa lent í skelfilegu slysi meðan á leiknum stóð.

Í leik liðanna í síðustu viku var áhorfandinn, hinn tvítugi Kavan Markwood, að fagna stigi hjá sínum mönnum í Pirates. Hann stökk upp úr sæti sínu og hélt sér í handrið fyrir framan á sama tíma en ekki vildi betur til en svo að hann kollsteyptist yfir handriðið og féll rúma sex metra niður.

Kavan var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús en hann hálsbrotnaði, viðbeinsbrotnaði auk þess sem bein í hrygg hans brotnaði.

Systir hans lýsti því í samtali við bandaríska fjölmiðla í gær að hann hefði þó tekið fyrstu skrefin eftir slysið.

„Að sjá hann á fótum og hreyfa sig var stór sigur og mikill léttir,“ sagði hún en bætti við að hann ætti enn „langt í land“ með að ná bata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Í gær

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Í gær

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Í gær

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn daginn eftir að hann sótti 21 milljarða lottóvinning

Handtekinn daginn eftir að hann sótti 21 milljarða lottóvinning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig