En þrátt fyrir að flestir geri þetta, og hafi gert síðan þeir fóru að geta gert þetta sjálfir, þá er staðreyndin sú að fæstir gera þetta alveg rétt.
DerStandard skýrir frá þessu og hefur eftir Dino Tur, tannlækni og kennara við tannlæknaskólann í Vínarborg, að flestir fjarlægi aðeins helminginn af því sem á í raun að fjarlægja af tönnunum. Með öðrum orðum – Við höldum að við gerum þetta vel en tennurnar okkar segja aðra sögu.
En víkjum þá að eilífðarspurningunni – Á að tannbursta áður en morgunmaturinn er borðaður eða eftir að búið er að borða hann?
Tur ráðleggur fólki að tannbursta sig þegar það er búið að borða morgunmatinn. Ástæðan er að þá er hægt að fjarlægja meira af óværunni, sem á að fjarlægja, sem og matarleifar. Ef þú ert manngerðin sem getur ekki beðið eftir að renna tannburstanum yfir tennurnar á morgnana, þá er betra að tannbursta vel fyrir morgunmat og síðan eftir kvöldmatinn en að sleppa því að tannbursta!