fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Pressan

Á að bursta tennurnar fyrir eða eftir morgunmatinn? – Þetta segir tannlæknirinn

Pressan
Sunnudaginn 25. maí 2025 07:30

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við gerum þetta flest kvölds og morgna, stundum nánast sofandi. Við grípum tannburstann og rennum honum nokkrum sinni yfir tennurnar. Hjá mörgum er þetta svo inngróinn vani að það er sáralítil hætta á að þetta gleymist.

En þrátt fyrir að flestir geri þetta, og hafi gert síðan þeir fóru að geta gert þetta sjálfir, þá er staðreyndin sú að fæstir gera þetta alveg rétt.

DerStandard skýrir frá þessu og hefur eftir Dino Tur, tannlækni og kennara við tannlæknaskólann í Vínarborg, að flestir fjarlægi aðeins helminginn af því sem á í raun að fjarlægja af tönnunum. Með öðrum orðum – Við höldum að við gerum þetta vel en tennurnar okkar segja aðra sögu.

En víkjum þá að eilífðarspurningunni – Á að tannbursta áður en morgunmaturinn er borðaður eða eftir að búið er að borða hann?

Tur ráðleggur fólki að tannbursta sig þegar það er búið að borða morgunmatinn. Ástæðan er að þá er hægt að fjarlægja meira af óværunni, sem á að fjarlægja, sem og matarleifar. Ef þú ert manngerðin sem getur ekki beðið eftir að renna tannburstanum yfir tennurnar á morgnana, þá er betra að tannbursta vel fyrir morgunmat og síðan eftir kvöldmatinn en að sleppa því að tannbursta!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír urðu fyrir eldingu og létust á þekktum ferðamannastað

Þrír urðu fyrir eldingu og létust á þekktum ferðamannastað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump skýrir frá „smávegis vandamáli“ varðandi forstjóra Apple

Trump skýrir frá „smávegis vandamáli“ varðandi forstjóra Apple
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að Trump og ríkisstjórn hans séu ekki að segja alla söguna um lúxusþotuna frá Katar

Segja að Trump og ríkisstjórn hans séu ekki að segja alla söguna um lúxusþotuna frá Katar
Pressan
Fyrir 5 dögum

18 ára stúlka slapp úr sjö ára langri fangavist – Var neydd til að vera í hundabúri

18 ára stúlka slapp úr sjö ára langri fangavist – Var neydd til að vera í hundabúri