The Independent skýrir frá þessu og segir að skólinn sem um ræði heiti Osmaston CofE Primary Care School og sé í Ashbourne. Jeanett Hart, skólastjóri, sagði BBC að hún hafi ekki vitað hvort handsprengjan væri virk eða ekki og því hafi hún tekið hana af nemandanum, dreng, og komið henni fyrir bak við stórt tré á bílastæðinu. Síðan hafi skólinn verið rýmdur og hringt í lögregluna.
Drengurinn tók handsprengjuna, sem er í eigu fjölskyldu hans, án þess að fá leyfi til þess. Hún er úr síðari heimsstyrjöldinni og er óvirk að sögn sprengjusérfræðinga.