The Independent skýrir frá þessu og segir að einn taílenskur ríkisborgari og fjórir frá Mjanmar, hafi verið handteknir.
För skipsins var stöðvuð eftir eftirför þar sem áhöfn þess slökkti ljós þess og jók hraðann til að reyna að komast undan skipi sjóhersins. En það tókst ekki og var för skipsins stöðvuð og það fært til hafnar í herstöð í Tanjung Balai Karimun.
Verið að er að rannsaka hvaðan skipið kom og hvert för þess var heitið.
Hald var lagt á 190 tonn af metamfetamíni í Austur- og Suðaustur-Asíu árið 2023 en skipulögð glæpasamtök nýttu sér veikleika í löggæslu á svæðinu til að smygla fíkniefnum um það eftir því sem segir í nýlegri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum.