fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Pressan
Föstudaginn 11. apríl 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í bænum Cobham í Surrey á Englandi liggur undir ámæli þessa dagana vegna meðferðar hennar á fimmtugri konu sem grunuð var um þjófnað.

Konan sem um ræðir heitir Vanessa Brown og var hún látin dúsa í fangaklefa í sjö og hálfa klukkustund þann 26. mars síðastliðinn. Hafði Vanessa unnið sér það eitt til saka að hafa tekið tvær iPad-spjaldtölvur af dætrum sínum svo þær myndu einbeita sér betur að náminu.

Í frétt breska miðilsins LBC kemur fram að spjaldtölvurnar hafi fundist á heimili móður hennar. Var það fyrrverandi eiginmaður Vanessu og faðir dætranna sem tilkynnti málið til lögreglu, væntanlega eftir að þær höfðu kvartað undan móður sinni. Lögregla fór að heimili móður Vanessu og var hún sjálf síðan handtekin grunuð um þjófnað.

Í samtali við LBC gagnrýnir Vanessa vinnubrögð lögreglu harðlega og segir hana hafa gengið allt of langt.

„Þetta var mjög ófagleg framkoma og þeir töluðu við móður mína, sem er komin á níræðisaldur, eins og hún væri glæpamaður. Þeim datt ekki í hug á neinum tímapunkti að mögulega væru þetta aðeins of hörð viðbrögð,“ segir hún.

Bendir hún á að lögregla hafi til dæmis mætt í skólann til annarrar dóttur hennar þar sem hún var tekin úr tíma og rætt við hana um hinn meinta þjófnað.

Vanessa var færð á lögreglustöð þar sem leitað var á henni, fingraför voru tekin og ljósmynd. Því næst var henni skellt inn í fangaklefa þar sem hún dvaldi sem fyrr segir í rúma sjö tíma. Sólarhringur leið svo þar til lögregla hafði samband við hana og sagði að ekki yrði meira gert úr málinu.

Í samtali við LBC segist Vanessa hafa átt svefnlausar nætur að undanförnu vegna málsins og hún óttist hreinlega um hvað gerist næst.

Hefur málið vakið upp spurningar um hvað lögreglan í Bretlandi eyðir tíma sínum í, en skemmst er að minnast fréttar af því þegar lögreglan í Hertfordshire handtók par fyrir að gagnrýna skóla barna sinna í spjalli sem fram fór í WhatsApp-smáforritinu.

„Þeir gátu sent lögreglubíl með lögreglumönnum í skóla barnanna minna, þeir gátu sent annan lögreglubíl eða tvo til að handtaka mig. Ég veit um fólk sem tilkynnir um alvarlega glæpi hérna í hverfinu og þeim er ekki svarað dögum saman,“ segir hún.

„Ég fatta ekki hvers vegna þetta mál var unnið svona hratt – sennilega á undir klukkutíma. Allt þetta viðbragð út af tilefnislausri tilkynningu um þjófnað,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi