fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Pressan
Þriðjudaginn 11. mars 2025 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkisstjóri Ontario í Kanada, Doug Ford, ætlar sér ekki að gefa eftir í tollastríðinu milli Bandaríkjanna og Kanada. Hann segir að ef þessi átök leiða til samdráttar í efnahagi þá sé það engum um að kenna nema Donald Trump Bandaríkjaforseta. Því væri rétt að kalla samdráttinn Trump-kreppuna.

Trump tilkynnti í dag að hann ætli að hækka tolla á stál og ál frá Kanada um 50%. Þetta tilkynnti forsetinn eftir að Ford boðaði 25% aukagjald á rafmagn sem Ontario selur til um 1,5 milljón viðskiptavina í Bandaríkjunum.

Ford segir í samtali við CNBC að hann muni ekki hika við að hreinlega loka alveg á rafmagnsútflutning ef Trump heldur áfram þessu viðskiptastríði sínu sem enginn bað um.

„Það er það síðasta sem ég vil gera,“ sagði Ford. „Ég vil senda meira rafmagn til Bandaríkjanna, okkar nánustu bandamanna og bestu nágranna í heimi. Ég vil senda meira rafmagn.“

Ford bætti þó við að hann geti þó og muni loka fyrir rafmagnsútflutning ef Trump heldur áfram þessu tilgangslausa stríði sem bitni meðal annars á fjölskyldum í Ontario. Hann hvetur Trump til að afnema tollana sem hann hefur lagt á Kanada síðan hann tók aftur við embætti þann 20. janúar.

„Það eina sem hann er að áorka er að skaða markaðina, eins og þið sjáið. Markaðir eru að hrynja, traust neytenda er að minnka, verðbólga er að aukast og ef þetta heldur áfram mun verksmiðjum verða lokað, samsetningarlínur loka og til hvers? Trump forseti gerði árás á þjóð okkar án tilefnis og það er óásættanlegt. Þessari ringulreið verður að linna.“

Trump hefur svarað hótunum Ford, um að stöðva rafmagnsútflutning, í færslu á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þar skrifaði forsetinn: „Af hverju ætti okkar þjóð að leyfa annarri þjóð að útvega okkur rafmagn, jafnvel þó það sé fyrir lítið svæði? Hver tók ákvörðun um þetta og hvers vegna? Getið þið ímyndað ykkur að Kanada hafi lagst svo lágt að nota RAFMAGN, sem hefur áhrif á líf saklausra einstaklinga, sem samningatæki og til að hóta? Þetta mun verða þeim svo dýrkeypt að það verður lesið um það í sögubókum framtíðarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi