fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Í þessum borgum hefur rottum fjölgað mikið af einni ástæðu

Pressan
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 16:30

Rottum hefur fjölgað mikið víða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur löngum loðað við stórborgir að þar sé mikið af rottum. Nú fer staðan versnandi því rottunum fjölgar stöðugt og það er ein ástæða fyrir því.

Það eru loftslagsbreytingarnar sem ýta undir fjölgun rotta að sögn Jonathan Richardson, prófessors í líffræði við University of Richmond. Hann rannsakaði þessa fjölgun rotta eftir að hann sá fréttir um að þær væru nánast að taka sumar borgir yfir.

CNN segir að hann og samstarfsfólk hans hafi fengið gögn um rottur frá 200 stærstu bandarísku borgunum en aðeins 13 þeirra voru með nægilega góð gögn sem uppfylltu þau skilyrði sem vísindamennirnir settur fyrir notkun þeirra.

Til að gefa rannsókninni alþjóðlegra yfirbragð var einnig notast við gögn frá Toronto í Kanada, Tókýó í Japan og Amsterdam í Hollandi.

Gögnin náðu að meðaltali yfir 12 ár og náðu til tilkynninga um að rottur hefðu sést, veiðar á þeim og skýrslu eftirlitsmanna.

Mikil aukning var á rottum í 11 af borgunum 16 á tímabilinu sem rannsóknin náði til. Hún var nýlega birt í vísindaritinu Science Advances.

Mesta aukning var í Washington DC, San Francisco, Toronto, New York og Amsterdam. Í þremur borgum fækkaði rottunum. Það var í New Orleans, Louisville og Tókýó.

Vísindamennirnir segja að ýmsir þættir ráði því að rottunum hafi fjölgað en aðalástæðan sé loftslagsbreytingarnar.

Richardson benti á að rottur séu lítil spendýr og kuldi haldi stofninum niðri. Hlýrra loftslag, sérstaklega að vetri til, veiti þeim tækifæri til að vera lengur úti við og lengri tíma til að fjölga sér.

Hlýrra loftslag getur einnig lengt vaxtartíma gróðurs en það tryggir rottunum meiri fæðu og gróður til að fela sig í. Michael Parson, vistfræðingur og sérfræðingur í rannsóknum á villtum rottum, sagði í samtali við CNN að meira að segja lykt af mat og rusli berist lengra í meiri hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela

Trump varð brjálaður þegar hann sá Maduro dansa – Þremur dögum seinna réðst herinn inn í Venesúela
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi

Tölvur og snjallsímar gætu hækkað töluvert í verði á árinu – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað

17 ára drap hann raðmorðingjann „Nammimanninn“ – Síðan játaði hann að hafa aðstoðað