fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti

Pressan
Miðvikudaginn 3. desember 2025 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskemmtileg sjón mætti starfsmönnum áfengisverslunar í bænum Ashland í Virginíuríki í Bandaríkjunum á laugardag og var engu líkara en að einhver hefði brotist inn og gengið berserksgang.

Búið var að taka flöskur úr hillum og lágu margar þeirra mölbrotnar á gólfinu.

Þegar starfsmenn leituðu af sér allan grun hvort einhver væri enn inni í versluninni fannst sökudólgurinn steinsofandi inni á starfsmannaklósettinu.

Ekki var um neinn venjulegan þjóf að ræða því sökudólgurinn reyndist vera þvottabjörn.

Starfsmenn höfðu samband við dýraeftirlitið í bænum og mætti Samantha Martin á vettvang og fékk hún það hlutverk að koma þvottabirninum út úr versluninni.

„Ég elska þvottabirni, þeir eru skemmtilegar skepnur,“ segir hún við AP-fréttaveituna og bætir við að umræddur þvottabjörn hafi sennilega komist inn í verslunina í gegnum þakið.

Hann virðist hafa verið sérstaklega forvitinn um flöskurnar í hillunum og innbyrt eitthvað af áfengi þar sem hann var áfengisdauður og steinsofandi þegar hann fannst.

Samantha fór með þvottabjörninn í athvarf þar sem hann fékk að jafna sig. Honum var svo sleppt aftur út í náttúruna og virðist ekki hafa orðið meint af – fyrir utan það að vera líklega örlítið timbraður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika