fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Pressan
Miðvikudaginn 3. desember 2025 10:10

epa08828785 Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu listens during a a joint statement with US Secretary of State Mike Pompeo (not pictured) in Jerusalem, 19 November 2020. EPA-EFE/Maya Alleruzzo / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, er nú staddur í miðjum stormi sem er að kljúfa þjóð hans. Málið varðar undanþágu sem hefur verið veitt frá herskyldu til bókstafstrúar gyðinga (e. ultra-Orthodox Jews). Löggjafarvaldið í Ísrael er nú að íhuga að fella þessa undanþágu úr lögum.

Undanþágan hefur verið veitt til bókstafstrúar karlmanna, svokallaðra Haredi-manna, sem eru skráðir í fullt nám í trúarbrögðum allt frá því að ísraelska ríkið var stofnað árið 1948. Hæstiréttur hefur metið undanþáguna ólögmæta en hún hefur engu að síður áfram verið veitt á grundvelli tímabundinnar lagaheimildar sem var formlega dæmd úr gildi á síðasta ári. Ríkisstjórnin neyddist því til að senda bókstafstrúarmönnum herkvaðningu. 24 þúsund fengu herkvaðningu í fyrra en aðeins 1.200 herkvaddir skiluðu sér í herinn.

Málið hefur valdið spennu í þjóðfélaginu. Bókstafstrúarmenn vilja áfram njóta undanþágunnar og hafa hópar mótmælenda vikið sér að herlögreglunni þegar hún freistar þess að handtaka menn úr samfélagi bókstafstrúarmanna sem eru að skorast undan herkvaðningu. Til átaka hefur komið milli lögreglu og mótmælenda og þurfti landamæralögreglan að skerast í leika í síðustu viku og bjarga herlögreglumönnum sem urðu fyrir barðinu á mótmælendum.

Bókstafstrúarmenn segja að bænir þeirra og nám í trúarbrögðum verndi ísraelska herinn. Bænirnar séu nauðsynlegar til að tryggja að herinn sé farsæll í aðgerðum sínum. Stjórnmálamenn voru áður sáttir við þessa málamiðlun en tímarnir hafa breyst. Mörgum óbreyttum borgurum finnst ósanngjarnt að þessi hópur sleppi við herskyldu og saka bókstafstrúarmenn um leti.

Samfélag bókstafstrúarmanna er sífellt að stækka í Ísrael, enda er fæðingartíðni þeirra töluvert hærri heldur en hjá öðrum hópum gyðinga í Ísrael. Áður náði undanþágan aðeins til nokkur hundruð nemenda í trúðarbragðafræði en nú er um að ræða um 60 þúsund manna hóp.

„Mér finnst að það hversu trúaður þú ert ætti ekki að vera afsökun til að sleppa við að þjóna þjóð þinni,“ segir ung kona frá Tel Aviv í samtali við BBC. „Ef þú ert fæddur hér finnst mér fáránlegt að þú ætlir að krefjast undanþágu bara því þú ert að lesa trúarritið Torah allan daginn.“

Samkvæmt skoðanakönnunum styður mikill meirihluti stuðningsmanna Netanyahu við herskyldu bókstafstrúarmanna. Þetta setur forsætisráðherrann í erfiða stöðu því flokkar bókstafstrúarmanna eru mikilvægir bandamenn ríkisstjórnar hans. Þessir flokkar krefjast þess að undanþágan lifi áfram og hafa sett hana sem skilyrði fyrir áframhaldandi stuðningi við ráðherrann og ríkisstjórn hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti

Sökudólgurinn fannst áfengisdauður inni á klósetti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika