fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Pressan
Miðvikudaginn 3. desember 2025 19:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefurðu heyrt um þættina White Horse? Sennilega ekki, þar sem þeir hafa aldrei verið sýndir þrátt fyrir að streymisveitan Netflix hafi eytt milljörðum í verkefnið. Skýringin mun vera sú að leikstjórinn, Carl Erik Rinsch, kann ekki að fara með peninga.

Verkefnið þótti mjög spennandi þar sem þættirnir áttu að fjalla um átök mennsku og gervigreindar. Kynningarefnið sem Rinsch hafði tekið upp áður en hann leitaði að fjármögnum árið 2018 heillaði Hollywood upp úr skónum og varð til þess að risarnir Amazon, HBO, Apple og Netflix slóust um verkefnið. Netflix sigraði slaginn og ákvað að henda um 6 milljörðum í vísindaskáldskapinn. Eins ákvað streymisveitan að gera nokkuð sem hún gerir ekki á hverjum degi – að gefa Rinch lausan tauminn og leyfa honum að stjórna ferðinni. Þetta reyndust mistök ef marka má ákæru sem nú hefur verið gefin út gegn Rinsch þar sem hann er meðal annars sakaður um fjárdrátt og peningaþvætti.

Eftir að Netflix hafði gengið frá samningum við leikstjórann hófust tökur nánast um leið. Engu var til sparað og tökustaðir voru meðal annars í Brasilíu, Tyrklandi og Úrúgvæ. Rinsch hafði þó ekki skilað af sér einum einasta þætti þegar tökum var hætt í desember 2019 vegna fjárskorts. Netflix hélt enn í vonina um að þessi fjárfesting þeirra myndi borga sig. Því var ákveðið að henda meiri pening í verkefnið, nánar tilgreint 1,4 milljarði. Þessir peningar enduðu þó á persónulegum bankareikningi leikstjórans. Rinsch er sagður hafa ætlað sér að margfalda fjárhæðina með áhættufjárfestingu. Honum tókst að tapa rúmum helmingi með slæmum fjárfestingum á hlutabréfamarkaði. Hann gafst þó ekki upp. Restina fjárfesti hann í rafmynt og tókst þannig að vinna upp allt tapið og gott betur.

Sumir hefðu haldið að þá færi framleiðsla þáttanna aftur í gang. En nei, Rinsch ákvað í staðinn að fara á rækilegt eyðslufyllerí. Hann notaði Netflix-peningana meðal annars til að borga lögmanni vegna skilnaðar hans og eiginkonunnar, til að borga gamlar skuldir og svo til að kaupa meðal annars fimm lúxusbifreiðar frá Rolls-Royce, rándýr úr, gistingu á rándýrum hótelum og svo keypti hann líka tvö stykki af dýrustu rúmdýrum heims, sem eru handgerðar í Svíþjóð og kostuðu hátt í 100 milljónir.

Þegar topparnir hjá Netflix reyndu að forvitnast um stöðu framleiðslunnar fullvissaði hann um að allt væri í góðu, allt væri frábært og gengi vonum framar. Netflix væri að fara að fá algjört meistaraverk í hendurnar. Þess í stað sat veitan upp með milljarðatjón og sárt ennið.

Eins og áður segir þá hefur leikstjórinn nú verið ákærður og á yfir höfði sér allt að 90 ára fangelsi. Hann hefur þegar tapað einkamáli sem Netflix höfðaði gegn honum til að reyna að endurheimta fjárfestinguna.

Leikstjórinn neitar þó sök. Vill hann meina að faraldur COVID hafi sett strik í reikninginn og eins eru vísbendingar um að málsvörn hans muni byggja á því að hann hafi ekki verið með réttu ráði á þessum tíma, mögulega í geðrofi. Lögmenn hans segja hann hlakka til að hreinsa nafn sitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika