fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Pressan

13 ára stúlka sem ákærð er fyrir morð segist hafa heyrt raddir – Sögð hafa undirbúið glæpinn í margar vikur

Pressan
Miðvikudaginn 3. desember 2025 22:00

Hin myrta, Marta Bednarczyk. Lögreglumynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

13 ára stúlka frá Willborough í Northampton á Englandi, bar vitni fyrir dómi í gær þar sem hún er ákærð fyrir morð á 43 ára gamalli konu. Stúlkan stakk konuna til bana, voru það yfir 140 hnífstungur.

Stúlkan játaði morðið en lýsti yfir sakleysi þar sem hún hefði ekki verið sjálfráð gerða sinna á verknaðarstundu. Stúlkan segist hafa heyrt raddir i höfðinu í langan tíma fyrir morðið, sem skipuðu henni að meiða fólk.

Fyrir dómi var hún spurð út í netnotkun sína í aðdraganda morðsins sem þykir grunsamleg. Hún gúgglaði til dæmis: „Hvað gerist þegar 13 ára fremur morð?“.

Einnig hafði hún skoðað vefsíðu sem sýnir aftökur og aðra dauðdaga. Hún sagðist bara hafa rekist á þessa síðu sem hafi vakið forvitni hennar.

Hún skoðaði einnig margt annað netefni sem fjallar um dauða. Hún sagðist hafa gert það af forvitni einni saman.

Stúlkan sagði: „Ég átti ekki marga vini og bara treysti á Google til að segja mér. Ég heyrði raddir í höfðinu. Mér fannst eins og það væri eitthvað að mér og ég hugsaði: „Hvers vegna líður mér svona?“

Eftir handtöku neitaði stúlkan í fyrstu sök og hélt því fram að einhver annar hefði framið morðið. Saksóknarar eru ekki trúaðir á framburð hennar um að hún hafi heyrt raddir og segja ekkert hafi komið fram um slíkt er hún var yfirheyrð í fyrstu. Hins vegar kom fram við réttarhöldin að netleit hennar í aðdraganda morðsins ber vitni um efasemdir um geðheilsu sína því hún spurði Google að þessu: „Hvernig veit ég hvort ég er með geðsjúkdóm?“

Innan við viku fyrir morðið sendi stúlkan sjálfri sér skilaboð þar sem hún sagðist ekki þekkja sjálfa sig lengur og að hún vildi deyja.

Sagðist ekki koma í skólann

Saksóknari benti hins vegar á að hún hefði sent vinum sínum skilaboð þar sem segir að hún muni líklega ekki koma í skólann í einhvern tíma. Saksóknari hélt því fram að stúlkan hefði um tíma haldið að hún væri að komast upp með morð.

Saksóknari sagði við réttarhöldin að það væri sorglegt að líklega yrði aldrei upplýst hvað lá að baki morðinu en staðhæfði að það hefði ekkert að gera með geðheilsu stúlkunnar.

Hin myrta var pólsk kona að nafni Marta Bednarczyk. Hún var afar vel liðin og sögð vera harðdugleg og umhyggjusöm kona sem gerði allt sem hún gat fyrir fjölskyldu sína. Marta var pólsk en hafði búið á Englandi síðan árið 2010. Hún vann hörðum höndum til að sjá fyrir fjölskyldu sinni.

Fjölskylda Mörtu sagði í yfirlýsingu: „Marta var höfuð fjölskyldunnar. Hún var mjög umhyggjusöm, ástrík móðir og stuðningsríkur vinur sem vildi allt gera fyrir þau sem henni var vænt um.“

Segir jafnframt að ástvinir Mörtu munu aldrei komast yfir að hún hafi látist með þessum hætti og morðið muni fylgja þeim ævina á enda.

Sjá nánar á vef Mirror.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna

Netanyahu í erfiðri stöðu út af herskyldu bókstafstrúarmanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika

Par fannst myrt – Við hlið þeirra var ungbarnið að knúsa foreldrana og fá þau til að leika