fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Trúði ekki eigin augum þegar hann sá hver bjó undir húsinu hans

Pressan
Þriðjudaginn 2. desember 2025 11:30

Kenneth Johnson. Mynd/Skjáskot NBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl síðastliðnum tók Kenneth Johnson, íbúi í Altadena í Kaliforníu, eftir einkennilegum skemmdum fyrir utan hús sitt. Búið var að hrinda ruslatunnum um koll og þá var eins og einhver hefði reynt að komast inn í svokallað skriðrými (e. crawlspace) undir húsinu.

Kenneth hugsaði svo sem ekkert meira út í þetta en varð þó áfram var við einhvern umgang fyrir utan húsið.

Í því ljósi ákvað hann að koma fyrir öryggismyndavélum og það var þá sem í ljós kom að stærðarinnar svartbjörn var búinn að koma sér fyrir undir húsinu hans.

NBC fjallaði um málið í gær og ræddi við Kenneth sem er búsettur í húsinu ásamt kettinum sínum Boo. Hann viðurkennir að að sé óþægilegt að vita til þess að svartbjörn búi undir gólffjölunum.

„Það er óþægilegt að ganga inn í eldhúsið og vita að það er björn þarna hinum megin,“ segir hann. „Svo lengi sem ég fer ekki með fram húsinu á sama tíma og hann er að koma sér inn eða út held ég að mér stafi ekki mikil hætta af honum.”

Hann hefur farið yfir myndefnið úr öryggismyndavélunum og því má sjá þegar björninn yfirgefur rýmið á daginn, líklega í leit að æti, en snúi svo aftur á næturnar.

Kenneth segir að hann hafi haft samband við villidýraeftirlitið í Kaliforníu en þar bíði hans aðeins símsvari þar sem fram kemur að lokað sé yfir hátíðirnar, en eins og kunnugt er var þakkargjörðarhátíðin haldin í Bandaríkjunum í síðustu viku.

„Ég vil gjarnan losna við björninn fyrir jólin,” segir hann.

Kenneth segir að íbúar Altadena séu vanir því að sjá bjarndýr á flandri, sérstaklega undanfarin misseri í kjölfar skógarelda og þurrka sem hafa hrakið dýrin frá sínum náttúrulegu heimkynnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið

Ótrúleg sjón í Króatíu: Vinsælar strendur breyttust í ruslahauga – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu engin ummerki um litla drenginn

Fundu engin ummerki um litla drenginn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru