fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Myrti eiginkonu sína og gróf hana, gróf síðan upp líkið og nauðgaði því – „Ég er skrímsli“

Pressan
Þriðjudaginn 2. desember 2025 22:00

Zarbab Ali. Lögreglumynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í Ventura-sýslu í suðurhluta Kaliforníu hefur verið sakfelldur fyrir morð af fyrstu gráðu en hann stakk eiginkonu sína til bana árið 2022. Hann gróf lík hennar, gróf það síðan upp aftur og nauðgaði því daginn eftir.

Maðurinn heitir Zarbab Ali og var 28 ára er glæpurinn var framinn. Hin myrta eiginkona var 25 ára. Hún hét Rachel Castillo en síðast sást til hennar þann 10. nóvember árið 2022 er hún skilaði börnum þeirra tveimur til Ali, þar sem þau áttu að verja deginum, en hjónin voru skilin að borði og sæng. Rachel bjó með systur sinni á þessum tíma og þegar systirin kom heim sá hún mikið blóð, auk þess sem bíll systur hennar var á svæðinu og bíllykill og sími hennar inni í íbúðinni.

FBI og staðarlögregla fundu líkamsleifar Rachel úti á víðavangi á afskekktu eyðimerkursvæði. Ali var handtekinn í kjölfarið og játaði hann á sig morðið í yfirheyrslu lögreglu. Hann sagðist hafa farið með börnin til foreldra sinna og síðan farið heim til Rachel og þar var íbúðin ólæst. Hann faldi sig inni í svefnberberginu hennar og þegar hún kom þangað inn spratt hann fram og stakk hana þrisvar með hnífi. Hann vafði líkinu í teppi og gróf það á afskekktu svæði í Antelope-dalnum.

Hann sagði síðan lögreglumönnum að hann hefði farið aftur þangað daginn eftir, grafið upp líkið og nauðgað því. Hann sagði lögregulmönnum að hann hefði verið afbrýðisamur vegna sambanda Rachel við aðra karlmenn og óánægður með líf sitt.

Hann sagði við lögreglumennina að hann hefði gert þetta vegna þess að hann væri skrímsli. „Ef ég viðurkenndi ekki að ég sé skrímsli þá hefði hún dáið að ástæðulausu,“ sagði hann.

Refsing yfir Zarbab Ali verður ákveðin þann 12. janúar 2026. Hann má vænta þess að verða dæmdur í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu engin ummerki um litla drenginn

Fundu engin ummerki um litla drenginn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru