fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Frændi Trumps sár eftir færslu forsetans – „Notkun R-orðsins er aldrei í lagi og er mjög særandi“

Pressan
Þriðjudaginn 2. desember 2025 17:30

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bróðursonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta spyr hvert þjóð sín sé komin, en hann er bæði hryggur og sár eftir að frændi hans, sjálfur forsetinn, kallaði ríkisstjóra Minnesota vangefinn á dögunum.

Orðið „vangefinn“ (e. retarded) þykir bæði niðrandi og úrelt, en á árum áður var það notað um fatlað fólk. Bróðursonur forsetans, Fred Trump III, er faðir barns með sérþarfir og fannst því einstaklega særandi að þurfa árið 2025 að útskýra hvers vegna þessi orðanotkun er óásættanleg. Fred skrifaði á samfélagsmiðla:

„Sem foreldri ungrar manneskju með alvarlega fötlun er notkun R-orðsins aldrei í lagi og er mjög særandi. Hvert er þessi þjóð komin að það þurfi í alvörunni að nefna þetta?“

Trump og hægrimenn hafa undanfarið farið mikinn um stöðuna í Minnesota og halda því fram að þar séu gengi innflytjenda frá Sómalíu að halda samfélaginu í heljargreipum. Trump kallaði ríkisstjórann, Tim Walz, „alvarlega vangefinn“ fyrir að hafa leyft þessu að gerast í færslu sem forsetinn ritaði á samfélagsmiðli sínum Truth Social í síðustu viku. Blaðamaður bar síðar undir hann orðavalið og benti á að mörgum þætti ekki við hæfi að nota orðið „vangefinn“ sem móðgun. Trump tók þó fram að hann trúi því einlæglega að eitthvað sé að ríkisstjóranum.

Sonur Fred er með alvarlegan genagalla sem veldur mikilli fötlun. Sonurinn notar hjólastól og getur ekki tjáð sig með orðum. Fred greindi frá því í æviminningum sínum, sem komu út í fyrra, að Donald Trump frændi hans hafi sagt það beinum orðum að það hefði verið betra ef sonur Fred hefði látið lífið.

„Þetta fólk, ástand þess, allur kostnaðurinn, kannski ætti svona fólk bara að deyja,“ mun forsetinn hafa sagt við bróðurson sinn. Við annað tilefni þegar Fred bað Donald Trump um að styrkja sjúkrasjóð sonar síns mun Trump hafa svarað: „Ég veit ekki. Hann veit ekki einu sinni hver þú ert. Kannski ættir þú bara að leyfa honum að deyja og svo flytja til Flórída.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“

Telja sig hafa leyst ráðgátuna um hina dularfullu blóðsugu „chupacabra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina