fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

37 ára kennari viðurkennir að hafa stundað kynlíf með 15 ára nemanda – Sagði hann vera of freistandi

Pressan
Þriðjudaginn 2. desember 2025 21:30

Karly Rae. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennari í Ástralíu, hin 37 ára gamla Karly Rae, játaði sig seka fyrir dómi í síðustu viku, um kynferðisbrot gegn 15 ára gömlum nemanda. Karly hafði áður neitað sök og hafði fengið nemandann til að segja ósatt um samband þeirra og neita því að þau hafi stundað saman kynlíf.

Karly Rae er ákærð fyrir að tæla barn til ólöglegra kynlífsathafna, fyrir að hindra framgang réttvísinnar og fyrir að hafa undir höndum barnaníðsefni. Það síðastnefnda vísar væntanlega til myndefnis kennarans af nemandanum en þau áttu í miklum samskiptum á Snapchat sem lögð voru fram sem gögn í málinu.

Karly Rae fæddi barn fyrir átta vikum en ekki er vitað hver faðir þess er.

Í einum skilaboðanna sagði hún við drenginn að það væri of freistandi að vera í samskiptum við hann og því þyrfti hún að fjarlægja hann af tengiliðalistanum á Snapchat. Hann spurði hvort hann ætti að gera það sama gagnvart henni og þá skrifaði hún: „Þetta er mér að kenna. Ég tek fulla ábyrgð. Gerðu það sem þú vilt/þarft.“

Karly Rae var fyrst handtekin vegna málsins í október árið 2024, í sama mánuði og meint brot áttu sér stað. Hún var látin laus gegn tryggingu en var aftur handtekin í janúar á þessu ári eftir að hafa hringt margsinnis í brotaþola og reynt að fá hann til að segja ósatt um málið við yfirvöld.

Dómur verður kveðinn upp yfir kennaranum í mars á næsta ári. Nánar má lesa um málið hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu engin ummerki um litla drenginn

Fundu engin ummerki um litla drenginn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru