fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Pressan
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Náðunar- og skilorðsnefnd Oklahoma-ríkis í Bandaríkjunum hefur mælt með því að ríkisstjórinn Kevin Stitt þyrmi lífi hins 46 ára gamla Tremane Wood sem til stendur að taka af lífi í næstu viku. Atkvæði féllu 3-2 en lokaákvörðun er í höndum Stitt.

Wood var dæmdur til dauða fyrir að stinga hinn 19 ára gamla Ronnie Wipf til bana í misheppnaðri ránstilraun á hóteli í norðurhluta Oklahoma City á gamlárskvöld 2001.

Lögmenn Woods neita því ekki að hann hafi tekið þátt í ráninu en halda því fram að það hafi verið bróðir hans, Zjaiton Wood, sem stakk Wipf til bana.

Zjaiton hlaut lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn fyrir aðild sína en hann lést í fangelsi árið 2019. Hann er sagður hafa játað við nokkra aðila að hann hefði verið sá sem stakk Wipf.

Repúblikaninn Kevin Stitt er ríkisstjóri Oklahoma og hefur hann aðeins einu sinni veitt náðum á þeim sjö árum sem hann hefur setið í embætti. Í frétt AP kemur fram að hann hafi hafnað náðunarbeiðnum í fjórum öðrum málum. Alls hafa sextán einstaklingar verið teknir af lífi í Oklahoma síðan hann tók við sem ríkisstjóri árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni