fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Pressan
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 22:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí á síðasta ári fannst höfuð af ungri konu við strendur Hjaltlandseyja, sem tilheyra Skotlandi. Það var þó ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum að það tókst að bera kennsl á konuna en um er að ræða konu á þrítugsaldri frá Kristiansand í Suður-Noregi, sem hafði horfið þaðan á síðasta ári. Vinkonur konunnar eru ósáttar við vinnubrögð lögreglu í Noregi þar sem ekki hafði verið lýst eftir konunni utan landsteinanna fyrr en seint og síðar meir og því leið svona langur tími þar til uppgötvaðist að hún hafði verið látin allan þennan tíma. Hvað kom fyrir ungu konuna er óupplýst.

Konan var 27 ára gömul þegar hún fannst en hún hét Eleah Sneve og það er Norska ríkissjónvarpið NRK sem fjallar um mál hennar.

Sneve hvarf í apríl á síðasta ári frá Kristiansand en fannst við Hjaltlandseyjar í maí en málin tvö voru ekki tengd saman þar sem lögreglan í Agder-héraði, sem Kristiansand tilheyrir, hafði ekki lýst eftir henni utan Noregs. Á meðan vann lögregla í Skotlandi að því að bera kennsl á hina óþekktu manneskju og birti í því skyni teikningu af henni en þrátt fyrir það var hún ekki tengd við norska málið.

Vinir Eleah Sneve hafa beitt sér mikið í málinu og haldið meðal annars úti leitarhópum og stofnað síður um hvarfið á samfélagsmiðlum en þar sem þau eru ekki skyldmenni hennar vill lögreglan ekki veita þeim neinar upplýsingar. Þeir eiga bágt með að trúa því að hún hafi farið í sjóinn við Noreg og rekið þaðan alla leiðina til Hjaltlandseyja.

Höfuðið

Það kemur fram í skýrslu lögreglunnar í Skotlandi að aðeins höfuð Sneve hafi fundist en vinkonur hennar velta því fyrir sér í samtali við NRK hvar aðrir hlutar líkama hennar geti verið.

Þær furða sig líka á yfirlýsingum lögreglunnar í Agder um að við krufningu í Skotlandi hafi ekki fundist merki um áverka í ljósi þess að aðeins hafi höfuðið fundist. Þær segjast varla treysta sér til að halda minningarathöfn því svo mörgum spurningum sé enn ósvarað um afdrif vinkonu þeirra.

Það var ekki fyrr en í þessum mánuði, einu og hálfu ári eftir hvarfið, sem að lögreglan í Agder lýsti eftir Eleah Sneve á alþjóðavettvangi. Það ver ekki gert fyrr en ríkislögreglan Kripos hafði samband. Aðeins liðu nokkrir dagar þar til eftirlýsingin bar árangur. DNA-sýni sýndi fram á að konan sem fannst við Hjaltland var Eleah Sneve.

Reglur um rannsókn mannshvarfsmála í Noregi kveða á um að upplýsingar um hinn horfna skuli settar inn í gagnagrunna Schengen-samstarfsins og alþjóðalögreglunnar Interpol. Því virðist ekki hafa verið fylgt í þessu máli.

Erfitt líf

Vinkonur Sneve bera henni afar vel söguna. Segja hana hafa verið ljúfa og góða og gefið mikið af sér þrátt fyrir að hafa ekki mikið að gefa. Líf hennar var erfitt. Hún hafði glímt lengi við fíknivanda og búið á ýmsum stofnunum. Sneve var upprunalega frá Írak en ekki kemur fram hversu gömul hún var þegar hún flutti til Noregs. Hún tók upp eftirnafn fósturmóður sinnar sem vildi ekki tjá sig við NRK.

Sneve hafði ekki verið í neinu sambandi við blóðfjölskyldu sína og NRK tókst ekki að ná sambandi við fjölskylduna.

Sérfræðingur á norku veðurstofunni segir vel mögulegt að Sneve hafi getað rekið frá sjónum við Kristiansand til Hjaltlandseyja.

 

Sneve hefur rekið í norðvestur frá Kristiansand til Hjaltlandseyja. Mynd: Skjáskot/Google Maps.

Lögreglan í Agder rannsakar nú hvarfið og enn er algerlega á huldu hvað kom fyrir Sneve. Lögreglan hefur ýmsar kenningar þar á meðal að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað en einnig að hún hafi lent í slysi, veikst eða tekið eigið líf.

Það mun hafa verið færsla á Facebook sem varð til þess að Kripos benti lögreglunni í Agder á að hún þyrfti að lýsa eftir Sneve á alþjóðavettvangi. Embættið viðurkennir að gera það ekki fyrr hafi verið mistök en fullyrðir að hvarfið hafi verið vel rannsakað að öðru leyti. Leitað hafi verið á svæðinu með hundum, vinir hennar spurðir en það hafi flækt rannsóknina að Sneve hafi ekki skilið nein stafræn spor eftir sig.

Vinkonur hennar gagnrýna einnig lögregluna í Agder fyrir að beita sér ekki fyrir því að líkamsleifar hennar verði sendar til Noregs. Þær vilja að hún verði grafin þar í vel merktri gröf en óttast mjög að hún endi í ómerktri gröf í Skotlandi.

NRK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Í gær

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum