fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Læknar gætu þurft að fjarlægja báða handleggi hans

Pressan
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 29 ára gamli Kirill Tereshin stendur nú frammi fyrir þeim möguleika að missa báða handleggina. Tereshin, sem hefur verið kallaður hinn rússneski Stjáni blái, hefur í mörg ár sprautað efni sem kallast synthol í upphandleggsvöðvana.

Synthol er kokteill sem inniheldur olíu, eða einhvers konar sleipiefni, að stærstum hluta. Er markmiðið að láta vöðvana líta út fyrir að vera stærri án þess að auka raunverulegt vöðvamagn.

Eins og dæmin sanna getur þetta verið hættulegt og glímir Tereshin við alvarlega sýkingu í báðum handleggjum sem læknar eiga erfitt með að ráða við.

Í frétt News.com.au kemur fram að Tereshin hafi fengið þau skilaboð frá læknum að til að bjarga handleggjum hans þurfi hann að gangast undir húðígræðsluaðgerðir, en ekki hefur verið hægt að ráðast í þær þar sem Tereshin þykir of veikburða.

Tereshin hóf byrjaði að sprauta synthol í upphandleggi sína árið 2017 og var hann í kjölfarið kallaður Stjáni blái þar sem handleggir hans þóttu minna á handleggi teiknimyndapersónunnar.

Hann hefur þegar gengist undir skurðaðgerðir til að bjarga handleggjum sínum og þarf að gangast undir fleiri ef hann vill halda handleggjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús