fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Pressan
Laugardaginn 22. nóvember 2025 21:30

Leann Yammarino. Mynd: Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Táningsstúlka í Bandaríkjunum fór fram á það í vikunni að dómari dæmdi móður hennar til hámarksrefsingar fyrir kynferðisbrot sem stúlkan sagði að hafi eyðilag fjölskylduna. Dómarinn varð við því.

Móðirin er á fimmtugsaldri og heitir Leann Yammarino. Fjölskyldan bjó í Prairieville sem er úthverfi Baton-Rouge höfuðborgar Louisiana-ríkis. Hún var ákærð fyrir að hafa átt samræði við 14 ára gamlan bekkjarfélaga dóttur hennar og játaði hún verknaðinn. Þar að auki var hún sökuð um að hafa skipst á kynferðislegum skilaboðum við fimm aðra táningsstráka.

Yammarino kallaði sjálfa sig klappstýrumömmu (e. cheer mom) en hvort umrædd dóttir eða annað barn hennar var klappstýra liggur ekki fyrir en hún mun hafa stutt mjög við bakið á viðkomandi klappstýrusveit.

Þessi umrædda dóttir óskaði eftir því við dómsuppkvaðningu í vikunni að móðir hennar yrði dæmd til eins langrar fangelsisvistar og lög leyfðu. Dómarinn varð við því og dæmdi hana til hámarksrefsingar fyrir alla fimm ákæruliðina en þeir hljóðuðu upp á kynferðisbrot gegn barni og ósæmilega hegðun. Samtals dæmdi dómarinn Yammarino til 26 ára fangelsisvistar. Hún verður því um sjötugt þegar hún lýkur afplánun og verður að því loknu á skrá yfir kynferðisbrotamenn til æviloka.

Saksóknari segir hana enn hættulega þar sem þolendurnir hafi allir verið undir lögaldri.

Málið kom fyrst upp í júlí á síðasta ári. Þegar 14 ára drengurinn sem Yammarino átti samræði við leitaði til lögreglu. Eftir það gáfu sig fram 5 strákar á aldrinum 14-16 ára sem sögðu hana bæði hafa sent þeim kynferðisleg skilaboð og myndbönd af sjálfri sér.

Fram kemur í umfjöllun fjölmiðla vestanhafs að Yammarino hafi verið mjög niðurlút þegar dómurinn var kveðinn upp.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir

Trump brjálaður og deilir ákalli um að pólitískir andstæðingar hans verði hengdir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns

Segist hafa verið peð í hylmingu lögreglu og leitar réttar síns
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar

Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar