fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Pressan
Laugardaginn 15. nóvember 2025 21:30

Vinkonurnar Silvina og Julie, og mæðgurnar Julie og Carole.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Carole Sund, Julie 15 ára dóttir hennar og vinkona hennar, Silvina Pelosso, lögðu af stað til Yosemite þjóðgarðsins í febrúar 1999, voru þær að skipuleggja ferð um eitt af undrum Bandaríkjanna. Silvina, sem var skiptinemi frá Argentínu, dvaldi hjá mæðgunum í þrjá mánuði og var spennt að sjá þjóðgarðsins. Þær lögðu af stað til hins fræga þjóðgarðs eftir ferð á klappstýrukeppni Julie í Stockton.

Carole, 42 ára, hafði hringt í eiginmann sinn, Jens, frá hótelinu þeirra, Cedar Lodge,  kvöldið 15. febrúar. Þær þrjár höfðu varið deginum í næstum þjóðgarðinum og ætluðu að fara aftur til að skoða meira morguninn eftir, sagði hún við eiginmanninn.

Vinkonurnar Silvina og Julie, og mæðgurnar Julie og Carole.

Fjölmiðlar greindu frá því að síðar um kvöldið hefðu þær pantað hamborgara á veitingastað hótelsins þegar Carole greiddi skyndilega 21,13 dala reikninginn, Þær fóru allar og gáfu til kynna að þær myndu koma aftur til að klára máltíðina. Þær sneru hins vegar ekki til baka.

Von var á þeim heim eftir klukkan tíu næsta kvöld, 16. febrúar. En þegar Jens kom á flugstöðina á San Francisco-alþjóðaflugvellinum voru eiginkona hans, dóttir hans, og vinkona þeirra hvergi sjáanlegar.

Í fyrstu örvænti hann ekki og hélt að hann hefði kannski misskilið skilaboð eiginkonunnar.

„Ég hélt í alvörunni að ekkert væri að,“ sagði Jens í viðtali við People  árið 1999. „Við höfðum aldrei lent í neinu slæmu.“

Daginn eftir þegar ekkert hafði heyrst í Carole hringdi Jens í foreldra hennar og komst að því að þau höfðu heldur ekki heyrt frá henni og komst þá að því að Julie hafði misst af skoðunarferð um Pacific-háskólann í Stockton, sem hún vonaðist til að hefja nám í.

Svo rétt eftir klukkan hálf sjö, daginn eftir að konurnar þrjár áttu að skila sér heim, hringdi Jens í þjóðvegalögregluna í Kaliforníu.

Leit hófst strax og People vitnaði í heimildir á þeim tíma sem útskýrðu að fjölskyldumeðlimir (þar á meðal Jens) hefðu fljótt verið afskrifaðir sem grunaðir eftir að þeir höfðu gengist undir lygamælapróf.

Fjórum dögum síðar kom vísbending fram þegar maður sem var á gangi í miðbæ Modesto þann 19. febrúar fann hluta af svörtu leðurveski Carole, þar á meðal skilríki hennar og kreditkort, á vegi um 145 kílómetra vestur af Cedar Lodge, þar sem síðast hafði sést til þeirra. Rúmum mánuði síðar hafði enn ekkert spurst til kvennana og aðrar vísbendingar voru af skornum skammti. Sérfræðingur alríkislögreglunnar FBI, James M. Maddock, útskýrði fyrir People að hvarfið hefði hrundið af stað einni umfangsmestu leit að týndum einstaklingum í sögu Kaliforníu.

Cedar Lodge

Þar sem fjölskylda Carole bauð 300.000 dala verðlaun fyrir upplýsingar um hvar hún væri og tugir ættingja höfðu tekið þátt í leitinni, tilkynnti alríkislögreglan að hana grunaði að konurnar hefðu verið fórnarlömb ofbeldisbrots sem framið var á eða nálægt hóteli þeirra.

„Þar sem FBI segir að þær hljóti að vera látnar hefur þetta verið erfitt,“ sagði móðir Carole Sund, Carole Carrington, við People á þeim tíma. „En við verðum bara að halda að þær séu á lífi, við verðum bara að vona það.“

Á yfirborðinu virtust konurnar ólíkleg fórnarlömb.

Ættingjar tóku eftir því að Carole, sem einnig átti þrjú yngri börn með eiginmanni sínum, fyllti bílinn sinn með neyðarbirgðum og gaf vini einu sinni piparúða í jólagjöf. „Dóttir mín er sigurvegari,“ sagði faðir Carole, Francis Carrington, stofnandi fasteignafyrirtækis sem veltir milljónum dala, við People á þeim tíma. „Ef það er einhver möguleiki á að hún lifi af til að vernda þessar stúlkur, þá gerir hún það.“

Dóttir hennar var á sama tíma lykilskipuleggjandi í stuðningshópi fyrir unglinga sem hét Girls Against Violence (Stúlkur gegn ofbeldi).

Aðeins nokkrum vikum eftir að People birti grein sína um hvarfið, í mars 1999, fannst bílaleigubíll Carole og inni í honum voru brunnar líkamsleifar líkama hennar og Silvinu. Juli Sund var enn saknað.

Stuttu eftir þessa uppgötvun fékk FBI-lögreglumaður á skrifstofunni í Modesto í Kaliforníu sent gróft teiknað kort sem virtist vera frá morðingjanum.

„Þar stóð: „Við skemmtum okkur konunglega.“ Og við teljum að skemmtun þýði eitthvað kynferðislegt sem er ekki gott fyrir fórnarlambið,“ sagði FBI-lögreglumaðurinn Jeff Rinek við ABC News. „Það er til gróft kort og kortið sýnir þjóðveg 120. Það sýnir Vista Point. Það sýnir Don Pedro lónið og það er um fjóra mílur frá þar sem bíllinn fannst.“

FBI-lögreglumenn fundu lík Juliu með því að nota kortið og einbeittu sér að lokum að hálfbræðrum frá Modesto-svæðinu með langan sakaferil. En þá fannst annað fórnarlamb, 26 ára náttúrufræðingur frá Yosemite að nafni Joie Ruth Armstrong, sem fannst hálshöggvin.

Handtökumynd Cary Stayner 29. júlí 1999

Viku síðar játaði Cary Stayner, 37 ára viðhaldsstarfsmaður á Cedar Lodge, sem hafði búið og starfað þar allan tímann sem rannsóknin stóð yfir, að hafa myrt Armstrong og að lokum mæðgurnar og vinkonu þeirra. Hann er grunaður um hugsanlega þátttöku í öðrum óupplýstum morðum.

Cary Steiner

Cary var eldri bróðir Stevens Stayer sem var sjö ára gamall þegar honum var rænt og haldið föngnum í sjö ár. Saga hans heillaði þjóðina og leiddi til útgáfu sjónvarpsþáttaröðarinnar „I Know My First Name Is Steven“ árið 1989, sem byggð var á reynslu hans, og samnefndrar glæpasögu. Hann lést í mótorhjólaslysi sama ár.

Steven Stayer í viðtali eftir að honum var sleppt úr haldi.

Cary Stayner var sakfelldur bæði í fylkis- og alríkisdómstólum. Hann var dæmdur til dauða í desember 2002 og situr enn á dauðadeild í San Quentin-ríkisfangelsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það