fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Pressan
Laugardaginn 1. nóvember 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn bendir til að hjörtu kvenna njóti meira góðs af líkamsrækt en hjörtu karla sé um jafn mikla hreyfingu að ræða.

Fjallað er um rannsóknina í tímariti Smithsonian-stofnunarinnar en hún var fyrst birt í tímaritinu Nature Cardiovascular Research.

Í rannsókninni voru til skoðunar 85.000 fullorðnir einstaklingar í Bretlandi á átta ára tímabili. Sjúkraskrár þeirra voru bornar saman við gögn úr mælitækjum sem fest voru á úlnliði fólksins og mældu hversu mikið það hreyfði sig.

Af þessum hóp voru 80.000 einstaklingar með enga sögu um hjartasjúkdóma.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að fyrir konurnar í hópnum þá minnkaði líkamsrækt í um fjórar klukkustundir á viku áhættuna á því að fá hjartasjúkdóm um 30 prósent. Karlarnir í hópnum þurftu hins vegar að hreyfa sig í um átta og hálfa klukkustund á viku til að ná sömu líkum.

Þegar kom að þeim 5.000 í hópnum sem höfðu fengið hjartasjúkdóma þá minnkuðu líkur kvenna á því að deyja innan átta ára um 70 prósent ef þær stunduðu líkamsrækt í tvo og hálfan tíma á viku, miðað við konnur sem náðu ekki því viðmiði. Líkurnar hjá karlmönnum minnkuðu hins vegar um aðeins 20 prósent ef þeir hreyfðu sig jafn mikið í hverri viku.

Lífeðlisfræði

Sérfræðingur í öldrun og líkamsrækt segir þetta ekki beinlínis slæmar fréttir fyrir karlmenn heldur áminningu um að stunda meiri líkamsrækt. Rannsóknin feli hins vegar í sér góðar fréttir fyrir uppteknar konur sem eigi bágt að finna nægilegan tíma til að hreyfa sig en konur verði að hafa það í huga að þær verði að stunda líkamsrækt.

Jiajin Chen sérfræðingur við rannsóknarstofnun Kína í hjartasjúkdómum fór fyrir rannsókninni og segir að líkleg skýring á þessum mun milli karla og kvenna sé að hluta til lífeðlisfræðileg. Kvenhormónið estrógen geti stuðlað að fitubrennslu við líkamsrækt sem bæti heilsu hjartans og konur hafi einnig hlutfallslega meira af vöðvum sem dragist hægar saman og hjálpi þannig líkömum kvenna að vinna á skilvirkari hátt við líkamsrækt en vöðvar karla geri þeim hins vegar kleift að hreyfa sig hraðar og af meiri krafti.

Rannsóknir benda til að konur nái síður lágmarksviðmiðum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar um líkamsrækt í hverri viku en vonast er til að þessi rannsókn hvetji konur sem þetta á við um til að gera bragarbót á því.

Gagnrýnt hefur þó verið að hópurinn sem var til rannsóknar var frekar einsleitur en megnið af honum var hvítt vel menntað fólk með góðar tekjur. Minnt er á í því samhengi að hlutfall hjartasjúkdóma er hærra meðal fátækara fólks og fólks með annan húðlit.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi