fbpx
Föstudagur 10.október 2025
Pressan

Táningur í haldi eftir viðbjóðslegan verknað – „Ég gerði svolítið slæmt“

Pressan
Fimmtudaginn 9. október 2025 21:45

Damien Hurstel. Mynd: Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður, nítján ára að aldri, er í varðhaldi í New York í Bandaríkjunum vegna gruns um að hafa fyrr í vikunni myrt sambýlismann móður sinnar með afar hrottalegum hætti enn hinn látni var afhöfðaður. Er ungi maðurinn sagður hafa viljað vita hvernig væri að drepa mann.

Ungi maðurinn heitir Damien Hurstel en hann er nú sem stendur á spítala en hefur komið fyrir dómara og verið úrskurðaður í varðhald án möguleika á lausn gegn tryggingu.

Hinn látni hét Anthony Casalaspro. Hann var 45 ára og var öryrki en hafði áður verið starfsmaður sorphirðudeildar New York borgar.

Anthony Casalaspro. Mynd: Skjáskot/Youtube.

Ódæðið var framið á heimili fjölskyldunnar á Staten Island sem meðal hinna fimm borgarhluta New York.

Nágrannar fjölskyldunnar hafa tjáð fjölmiðlum að Hurstel hafi virst vera létt þegar lögreglumenn leiddu hann út af heimilinu.

Hurstel mun væntanlega verða ákærður fyrir morð. Casalaspro var með fjölda stungusára og höfuðið hafði verið sagað af honum með járnsög. Höfuðið var skilið eftir í baðkarinu á heimilinu.

Að sögn var það 16 ára systir Hurstel sem kom að Casalaspro. Þegar móðir systkinanna kom á staðinn og sá höfuðlaust líkið hljóp hún öskrandi út úr húsinu, kastaði upp og hringdi svo á neyðarlínuna.

Nágrannar segja að Hurstel hafi ekki veitt neina mótspyrnu þegar hann var handtekinn. Hann hafi verið mjög rólegur og virst vera mjög létt.

Ekki útataður

Nágrannarnir segja að þrátt fyrir að morðið hafi verið svona hrottalegt hafi Hurstel ekki verið útataður í blóði en einhverjar blóðslettur sáust á honum. Hann er sagður eiga við geðræn veikindi að stríða og er því haldið fram að um sé að ræða geðklofa. Nágrannar segjast telja að morðið hafi verið svo hrottalegt vegna persónulegrar óvildar en virtust flestir litla vitneskju hafa um hvað gekk á inn á heimilinu áður en svona fór.

Fullyrt hefur verið við fjölmiðla að Hurstel hafi sagt við systur sína:

„Ég gerði svolítið slæmt.“

Þegar bráðaliðar komu á staðinn sagði móðir Hurstel við þá að þeir gætu ekkert gert til að bjarga Casalaspro. Vísaði hún lögreglumönnum á son sinn en bað þá að meiða hann ekki.

Húsið sem fjölskyldan bjó í mun hafa verið leiguhúsnæði en nágrannar segja fjölskylduna lítið hafa blandað geði við aðra í nágrenninu. Flestum nágrönnunum er verulega brugðið og segja málið vott um að maður geti aldrei vitað hvað eigi sér stað bak við luktar dyr í næsta nágrenni við mann.

Vinafólk Casalaspro gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld í New York fyrir að hafa ekki gert meira til að aðstoða Hurstel.

Geðrænt

Dómari hefur samþykkt kröfu lögmanns Hurstel um að hann fái geðheilbrigðisþjónustu í varðhaldinu og að fylgst verði sérstaklega með honum vegna hættu á að hann taki eigið líf. Hurstel var lagður inn á spítala með blóðeitrun eftir að hafa fengið flog í varðhaldi. Hann er sagður hafa ætlað sér að brytja lík Casalaspro niður og setja bútana í blandara til að mylja þá.

Hurstel mun hafa játað morðið fyrir lögreglu en það hefur þó ekki verið staðfest. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi sagt lögreglumönnum að hann hafi viljað vita hvernig væri að drepa mann.

Einn nágranni fjölskyldunnar fullyrðir að Hurstel hafi alls ekki virst vera líklegur til að vera til vandræða. Þeir hafi hist reglulega og Hurstel hafi aldrei verið fyrirferðarmikill eða hávaðasamur það sé því þeim mun meira áfall að ungi maðurinn hafi framið svo hryllilegan verknað. Hurstel á næst að koma fyrir dómara á morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð í tvö ár: Hefur ekki hugmynd um hvort sonur hennar sé lífs eða liðinn

Martröð í tvö ár: Hefur ekki hugmynd um hvort sonur hennar sé lífs eða liðinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja undarlegt háttarlag Trump fara stigversnandi

Segja undarlegt háttarlag Trump fara stigversnandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þau fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði

Þau fá Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nauðgari þóttist hafa framið sjálfsvíg

Nauðgari þóttist hafa framið sjálfsvíg
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bláflibbabylting í Bandaríkjunum – Unga fólkið sér ekki tilgang með háskólanámi

Bláflibbabylting í Bandaríkjunum – Unga fólkið sér ekki tilgang með háskólanámi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu vísbendingar um lykilinn að langlífi í genum 117 ára gamallar konu

Fundu vísbendingar um lykilinn að langlífi í genum 117 ára gamallar konu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skemmtu sér við að murka lífið úr varnarlausum ellilífeyrisþega – „Hvers konar kynslóð er verið að ala upp?“

Skemmtu sér við að murka lífið úr varnarlausum ellilífeyrisþega – „Hvers konar kynslóð er verið að ala upp?“