fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Pressan

Áhrifavaldur dæmdur í fangelsi fyrir heimskulegt uppátæki – „Ég fékk mjög slæma hugmynd”

Pressan
Þriðjudaginn 7. október 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskur áhrifavaldur hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir heimskulegt uppátæki í sumar. Maðurinn sem um ræðir heitar Ilan M og kallar sig Amine Mojito á netinu.

Hann birti myndband á TikTok í júní síðastliðnum þar sem hann sést ganga á milli vegfarenda með sprautunál. Gekk hann upp að grunlausum vegfarendum og þóttist sprauta einhverju í þá.

Uppátæki hans olli mikilli reiði og eðlilega var fólki sem varð fyrir hrekknum mjög brugðið.

Í frétt News.com.au kemur fram að eftir að myndbandið birtist hafi fregnir borist af sambærilegum uppátækjum ungmenna í Frakklandi. Taldi saksóknari málsins að Ilan hafi, viljandi eða óviljandi, hvatt aðra til að leika þetta eftir.

Saksóknari fór fram á fimmtán mánaða fangelsisdóm en niðurstaða dómara var 12 mánaða fangelsi, en þar af eru sex skilorðsbundnir. Þá var honum gert að greiða 1.500 evrur í sekt.

Ilan var fullur iðrunar fyrir dómi.

„Ég fékk mjög slæma hugmynd,“ sagði hann og bætti við að hann hefði apað eftir öðrum myndböndum sem hann sá frá Spáni og Portúgal.

„Ég hugsaði ekki um að þetta gæti sért fólk. Það voru mín mistök – ég hugsaði ekki um aðra og hugsaði bara um sjálfan mig,“ sagði hann.

Ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum vildu margir að Ilan fengi harðari dóm.

„Sex mánuðir í fangelsi er ekki nóg,“ sagði einn.

„Hættan við að dreifa svona myndböndum er sú að einhverjir brjálæðingar hermi eftir með nálum sem innihalda eitthvað hættulegt,“ sagði annar.

„Jafnvel þó að þetta hafi verið „grín“ get ég ímyndað mér að þeir sem urðu fyrir þessu hafi verið skelfingu lostnir um að einhverju hefði verið sprautað í þá,“ sagði enn annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Rannsaka aftur andlát frægs blaðamanns 20 árum eftir að hann lést

Rannsaka aftur andlát frægs blaðamanns 20 árum eftir að hann lést
Pressan
Fyrir 5 dögum

Opnar sig um samtalið sem hún átti við alræmdan frænda sinn eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot

Opnar sig um samtalið sem hún átti við alræmdan frænda sinn eftir að hann var sakaður um kynferðisbrot