fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið

Pressan
Þriðjudaginn 21. október 2025 08:31

Sarkozy með eiginkonu sinni áður en hann var fluttur í fangelsið í morgun. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hóf í dag afplánun fimm ára fangelsisdóms vegna samsæris um ólöglega fjármögnun forsetaframboðs síns árið 2007 með fjármunum frá Líbíu. Þetta er í fyrsta sinn í nútímasögu Frakklands sem fyrrverandi forseti landsins er sendur í fangelsi.

Sarkozy hefur áfrýjað bæði dómnum og ákvörðun dómara um að hann skuli hefja afplánun þegar í stað, áður en áfrýjunin hefur verið tekin fyrir.

Louis Sarkozy, sonur forsetans fyrrverandi, boðaði í morgun til samstöðufundar í hverfinu þar sem Sarkozy býr með eiginkonu sinni, söngkonunni og fyrrverandi fyrirsætunni Carla Bruni-Sarkozy. Bruni hefur deilt fjölskyldumyndum og lögum til heiðurs eiginmanni sínum á samfélagsmiðlum frá því dómurinn var kveðinn upp.

Einn lögmanna Sarkozy, Jean-Michel Darrois, sagði í viðtali við France Info að forsetinn hefði undirbúið sig andlega fyrir einangrunarvist, en honum verður haldið frá öðrum föngum af öryggisástæðum. „Hann tók með sér nokkrar peysur – það er kalt í fangelsi – og eyrnatappa, því þar er hávaðasamt,“ sagði hann. „Einangrun er erfið, en hann er tilbúinn.“

Í viðtali við blaðið La Tribune Dimanche sagðist Sarkozy ekki óttast fangelsi. „Ég mun bera höfuðið hátt,“ sagði hann og bætti við að hann ætlaði að „berjast til enda.“

Hann hefur með sér tíu fjölskyldumyndir og þrjár bækur, þar á meðal Greifann af Monte Cristo eftir Alexandre Dumas, sögu um mann sem sleppur úr fangelsi og leitar hefnda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa