fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Vita hvers vegna Titan-köfunartækið féll saman með skelfilegum afleiðingum

Pressan
Fimmtudaginn 16. október 2025 13:30

Mynd: AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm manns létu lífið er köfunartækið Titan féll saman á ferð sinni niður að flaki Titanic-skipsins fræga í júní árið 2023. Köfunartækið var gert út af fyrirtækinu OceanGate Expeditions. Bandaríska rannsóknarnefnd samgönguslysa (NTSB) hefur nú skilað skýrslu um slysið en niðurstaða rannsóknar er að köfunartækið hafi verið illa hannað og eins hafi öryggisprófunum verið alvarlega ábótavant.

Samkvæmt niðurstöðunni var verkfræðiferlið á bak við tækið ófullnægjandi sem leiddi til galla á burðarvirki. Þessir gallar voru þess eðlis að köfunartækið uppfyllti hvorki kröfur um styrk né endingu. Hefðu fullnægjandi öryggisprófanir farið fram hefðu þessir gallar komið í ljós og þá hefði aldrei verið farið í þessa voðaferð.

Farþegarnir um borð borguðu allt að 31 milljón fyrir farmiðann, en talið er að þeir hafi látist samstundis þegar köfunartækið féll saman á rúmlega 3.000 metra dýpi.

OceanGate var harðlega gagnrýnt eftir slysið, en fyrirtækið hafði verið varað við því að tækið væri mögulega ekki öruggt. Framkvæmdastjóri OceanGate, Stockton Rush, fórst með köfunartækinu en samkvæmt skýrslu NTSB hafði tæknimaður varað Rush við ferðinni, en Rush mun hafa látið að því liggja að ferðin yrði farin sama hvað, jafnvel þó hann þyrfti að múta stjórnmálamönnum til að losna undan eftirliti Landhelgisgæslunnar.

NTSB tók einnig fram að alþjóðlegu og bandarísku regluverki um öryggi lítilla köfunartækja væri verulega ábótavant. Þetta gerði OceanGate kleift að byggja tæki sem uppfyllti ekki kröfur iðnaðarins um öryggi. Mælt er með því að regluverkið verði uppfært til að tryggja að sambærilegt eigi sér ekki aftur stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki

Trump segist ekki viss um að hann komist inn í himnaríki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali

Vilhjálmur klökkur í erfiðu samtali
Pressan
Fyrir 5 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin