fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Pressan
Miðvikudaginn 15. október 2025 06:30

Frá borginni Surrey í Kanada. Mynd: Wikimedia Commons - CC BY-SA 4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla í borginni Surrey í Kanada hefur til rannsókna fjölda fjárkúgana sem aðallega hafa beinst að þeim íbúum í borginni sem eru af suður-asískum uppruna. Hafa fjárkúgararnir ekki hikað við að beita ofbeldi neiti fólk að borga og nú um helgina munaði litlu að ung kona biði bana.

Kanadíska ríkissjónvarpið CBC fjallar um málið.

Surrey er úthverfi borgarinnar Vancouver, í héraðinu Bresku-Kólumbíu, vestast í landinu. Syðstu mörk Surrey enda við landamæri Kanada og Bandaríkjanna. Í borginni búa um 670.000 íbúar.

Lögreglan í Surrey segir að konan, sem er á þrítugsaldri, hafi orðið fyrir skoti aðfaranótt síðastliðins sunnudags en hún var þá sofandi í íbúðarhúsnæði. Talið sé að árásin tengist enn einni fjárkúguninni sem herjað hafi á borgina undanfarið en þetta sé í fyrsta sinn, í þeirri hrinu, sem að einhver hafi slasast.

Skotið var á húsnæðið, þar sem konan svaf, úr bíl sem ekið var að því loknu burtu með hraði. Viðbragðsaðilar þurftu að veita konunni lífsbjargandi meðferð en hún var síðan flutt á sjúkrahús og var fyrst um sinn í lífshættu en ástand hennar er nú orðið stöðugt.

Suður-Asía

Lögreglan segir að það sem af er þessu ári hafi 56 fjárkúganir verið tilkynntar í borginni og 31 skotárás sem tengist þeim. Fjárkúganirnar hafa einkum beinst að fyrirtækjum og einstaklingum sem tilheyra samfélagi íbúa borgarinnar sem eru af suður-asískum uppruna en samkvæmt tölum frá 2021 voru 38 prósent íbúa af slíkum uppruna, yfir 200.000 manns.

Segir lögreglan að fjárkúganirnar berist með bréfum, símtölum, smáskilaboðum eða í gegnum samfélagsmiðla. Neiti fólk að borga er gripið til skotárása.

Lögreglan segir það óásættanlegt hversu mikið ofbeldið hefur stigmagnast og unnið sé hörðum höndum að því að bera kennsl á þá sem standi á bak við árásina á konuna og fleiri fjárkúgunarmál og koma í veg fyrir fleiri árásir.

Sjö menn hafa verið ákærðir fyrir þrjár mismunandi fjárkúganir í borginni en ljóst er það er aðeins brot af öllum tilkynntum málum.

Opnuð hefur verið símalína sem fólk getur hringt í með ábendingar um fjárkúgara og endi þær með sakfellingu eru peningaverðlaun í boði. Vonast er til að það verði þeim sem búi yfir einhverjum upplýsingum hvatning til að koma þeim til yfirvalda. Borgaryfirvöld hvetja viðkomandi til að hafa samband svo ástandið versni ekki enn meira.

Fjárkúganir og tilheyrandi skotárásir í garð fólks af suður-asískum uppruna hafa þó ekki aðeins verið bundar við Surrey heldur er þetta vandamál sagt útbreitt í Bresku-Kólumbíu en lögregla héraðsins hefur stofnað sérstaka rannsóknarsveit vegna þessara mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn stolinn sími hratt af stað einni stærstu lögregluaðgerð Bretlands

Einn stolinn sími hratt af stað einni stærstu lögregluaðgerð Bretlands
Pressan
Fyrir 1 viku

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta