fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

Afþakka gjöf Bidens og vilja sitja áfram á dauðadeild

Pressan
Þriðjudaginn 7. janúar 2025 17:30

Len Davis og Shannon Agofsky.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir dæmdir morðingjar í Bandaríkjunum hafa óskað eftir því að þeir fái að dvelja áfram á dauðadeild í stað þess að dómum þeirra verði breytt í lífstíðarfangelsi.

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrir jól að 37 af 40 alríkisföngum sem sitja á dauðadeild verði ekki teknir af lífi og dómum þeirra breytt í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Hafa mennirnir farið þess á leit að tilskipun Bidens verði gerð ógild hvað þá varðar.

Mennirnir sem um ræðir heita Shannon Agofsky og Len Davis en þeir eru báðir á dauðadeild í Terre Haute í Indiana. Þeir hafa báðir haldið fram sakleysi sínu og telja að tilskipunin komi til með að hafa áhrif á áfrýjunarmöguleika þeirra.

Agofsky var dæmdur til dauða árið 2004 fyrir morð á samfanga sínum þremur árum áður. Á þeim tíma afplánaði hann lífstíðarfangelsi fyrir morð og rán árið 1989 sem hann neitaði að hafa framið.

Davis er fyrrverandi lögreglumaður í New Orleans en hann var dæmdur til dauða árið 1994 fyrir að ráða leigumorðingja til að drepa konu sem hafði lagt fram kvörtun gegn honum. Davis hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu.

Eftir að tilskipun Bidens tók gildi eru aðeins þrír alríkisfangar á dauðadeildum í Bandaríkjunum.

Þetta eru þeir Dylann Roof, sem drap níu manns í kirkju svartra í Suður-Karólínu árið 2015, Dzokhar Tsarnaev, sem hlaut dauðadóm vegna sprengjuárásarinnar í Boston-maraþoninu árið 2013, og Robert Bowers, sem skaut ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina

Gekk of langt í hrekkjavökuskreytingu og var handtekinn – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 6 dögum

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta

Evrópskur eiturlyfjabarón fær vernd í Sierra Leone – Gerði dóttur forsetans ólétta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá