fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Pressan
Föstudaginn 3. janúar 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur lýst yfir stríði gegn woke-hreyfingunni en margir velta fyrir sér hvort yfirlýst barátta hans fyrir tjáningarfrelsinu sé í raun vörn fyrir ritskoðun og nýja „hugsanalögreglu einræðisstjórnar“?

Trump og þau sem hann hefur tilnefnt til embætta í ríkisstjórn sinni kyrja í kór að það þurfi að frelsa Bandaríkin frá woke-hreyfingunni sem hafi náð heljartökum á háskólum landsins og menntafólki á síðustu árum og beint sjónunum að mismunun og að sérstakt tillit sé tekið allra minnihlutahópa.

Í umfjöllun Jótlandspóstsins um málið er þeirri spurningu velt upp hvað þetta þýði í raun og veru? Getur uppgjör við pólitíska rétthugsun endað sem ógn við tjáningarfrelsið sem Trump segist vera að verja?

Trump hefur falið auðmönnunum Elon Musk og Vivek Ramaswamy að finna hvar er hægt að skera niður í opinberum útgjöldum. Þeir hafa ekki farið leynt með skoðun sína á woke, Musk hefur sagt woke-hugtakið vera andlega veiru en Ramaswamy segir þetta vera svik innan samfélagslegs réttlætis.

Sömu tónar heyrast frá Pete Hegseth og Kash Patel, sem Trump hefur tilnefnt sem varnarmálaráðherra og yfirmann FBI. Þeir hafa báðir lofað að reka starfsfólk sem er fylgjandi jákvæðri mismunum minnihlutahópa og það starfsfólk sem er ekki sammála pólitískri stefnu Trump.

Trump og hans fólk vísar því á bug að þetta sé hluti af því að koma upp hugsanlögreglu einræðisstjórnar í landi þar sem víðtækt tjáningarfrelsi er tryggt í stjórnarskránni.

Þeir segja að um uppgjör við vinstrisinnaða innrætingu í skólum sé að ræða. Þeir saka woke-hreyfinguna um að hafa gengið allt of langt með áherslum sínum á réttindi transfólks og annarra minnihlutahópa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum