fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Pressan
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 10:30

Sean Curran er í miklum metum hjá Trump, eðlilega kannski. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Curran, einn af lífvörðum Donalds Trumps, verður næsti yfirmaður stofnunarinnar. Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta í gær.

Curran stóð við hlið Trumps þegar hann var skotinn í eyrað á kosningafundi í Pennsylvaníuríki þann 13. júlí í fyrrasumar og skýldi forsetaframbjóðandanum ásamt nokkrum öðrum viðbragðsaðilum.

Curran hefur starfað sem yfirmaður í öryggisteymi Trumps og sagði forsetinn að Curran væri „góður föðurlandsvinur“ sem hefði gætt öryggis Trumps og fjölskyldu hans undanfarin ár.

„Þess vegna treysti ég honum til að leiða hina hugrökku karla og konur sem starfa hjá leyniþjónustunni,“ sagði hann.

Leyniþjónustan var gagnrýnd harkalega eftir morðtilræðið í fyrrasumar og leiddi það til þess að Kimberly Cheatle sagði af sér sem yfirmaður stofnunarinnar.

Curran hefur starfað fyrir Trump undanfarin fjögur ár en þar áður var hann í lífvarðarteymi Baracks Obama, fyrrverandi forseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn