fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Pressan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 07:00

Axel Rubakubana. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mánuði síðan neitaði Axel Rubakubana, 18 ára, öllu því sem honum var gefið að sök, það er að hafa myrt þrjár litlar stúlkur sem voru í dansskóla í Southport síðasta sumar.

Axel kom fyrir rétt á mánudaginn, í fyrsta sinn. Þegar saksóknarinn las ákæruatriðin 16 upp eitt af öðru, svaraði Axel „sekur“ við hvert og eitt.

Áætlað hafði verið að réttarhöldin myndu taka fjórar vikur en þau verða hugsanlega mun styttri þar sem Axel játaði sök.

Morðin vöktu mikinn óhug og athygli um allan heim. Það var á fyrsta degi sumarleyfis skólanna að ung börn og foreldrar þeirra mættu í Taylor Swift danskennslu í dansskóla í Southport.

En kyrrðin var fljótt rofin þegar unglingur, Axel, ruddist inn og réðst á börn og fullorðna með hnífi. Þrjár stúlkur, sex, sjö og níu ára, létust. Tíu til viðbótar særðust.

Lögreglan handtók Axel á vettvangi.

Málið vakti upp mikla reiðiöldu í Bretland og blásið var til mótmæla víða um landið og til mikilla óeirða kom. Öfgahægrimenn nýttu sér mótmælin til ofbeldisverka og einnig fóru þeir sem mótmæltu kynþáttahöturum að láta að sér kveða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi