fbpx
Sunnudagur 11.janúar 2026
Pressan

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“

Pressan
Mánudaginn 20. janúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sambönd byggjast upp á heiðarleika og trausti, ásamt ýmsu fleira. Ungur maður velti því fyrir sér hvort hann væri fífl eða ekki eftir að hann bað unnustu sína um að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnunni.

Ungi maðurinn leitaði á náðir Reddit-samfélagsins sem öllu getur svarað og spurði einfaldlega: „Mig langar að vita hvort það að biðja unustuna um þetta sé kurteisi eða ósanngjarnt í sambandi.“

Maðurinn sagði ekki hvað hún ynni við en sagði:

„Unnustan mín vinnur venjulega frá 14:00 til 23:00 og kemur heim um miðnætti eða 01:00. Í gærkvöldi vann hún miklu lengur en venjulega og kom ekki heim fyrr en klukkan fjögur um morguninn.“

Þegar hún kom heim spurði ég hana hvort hún gæti látið mig vita í framtíðinni ef hún væri að vinna seint. Ég útskýrði að ég væri ekki að reyna að stjórna henni eða tíma hennar, en það væri kurteisi að láta makann vita ef tímaáætlanir breytast verulega – sérstaklega þar sem ég hafði áhyggjur þegar hún kom ekki heim á sínum venjulega tíma.“

Segir maðurinn að svar unnustunnar hafi komið honum á óvart.

„Hún spurði mig: „Af hverju viltu að ég láti þig vita?“ Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum frá henni og þess vegna langar mig að spyrja ykkur hvort það var ósanngjarnt af mér að biðja hana um þetta.

Fyrir mér snýst þetta um virðingu og að vera á sömu línu sem par, en ég er forvitinn hvort aðrir sjái þetta öðruvísi.“

Netverjar voru á sama máli og sögðu hann alls ekki út á túni með að vilja svona einföld skilaboð frá makanum ef henni seinkaði fram út hófi.

„Þegar þú kemur of seint ÆTTIRÐU að segja maka þínum það, svo hann sé ekki með áhyggjur yfir því að eitthvað hafi komið fyrir þig, og svo þeir geti skipulagt sinn tíma í samræmi við það … ég myndi spyrja sjálfan mig … hvort hún hafi eitthvað að fela.”

„Það er ekki stjórnun eða afskiptasemi, þetta sýnir umhyggju. Ef maðurinn minn væri 3-4 tímum of seinn heim myndi ég líka hafa áhyggjur af öryggi hans.“

„Þú vilt bara smá samskipti ef hún ætlar að vera nokkrum klukkutímum of sein. Þetta er alls ekki óraunhæf spurning – sérstaklega þegar tíminn sem um er að ræða er milnætti annars vegar og fjögur um nótt hins vegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar

Grænlendingur segir að landið sé á barmi borgarastyrjaldar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest