fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Pressan

NFL-deildin sögð hafa verið skotmark fjöldamorðingjans

Pressan
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 17:30

Shane Tamura þegar hann lék amerískan fótbolta en hann átti eftir að kenna íþróttinni um ógæfu sína. Mynd: Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem myrti fjóra einstaklinga í skotárás í skrifstofuhúsnæði á Manhattan í New York er sagður hafa viljað ráðast sérstaklega að aðalskrifstofu NFL-deildarinnar í húsinu þar sem hann hafi kennt deildinni um andleg veikindi sín sem hann taldi vera af völdum heilaskaða, eftir að hafa spilað amerískan fótbolta. Morðinginn náði þó aldrei þó svo langt að spila í NFL-deildinni, fremstu deild Bandaríkjanna og heimsins í íþróttinni.

Maðurinn tók eigið líf eftir að hann framdi árásina. Hann hét Shane Tamura og var 27 ára gamall og var frá Las Vegas. Tamura mun hafa átt við geðræn veikindi að stríða en í veski hans fannst handskrifað bréf þar sem hann sagðist telja víst að veikindin stöfuðu af heilaskaða sem hann hefði hlotið við að spila amerískan fótbolta. Í bréfinu beindi Tamura reiði sinni vegna þessa að NFL-deildinni, en aðalskrifstofur hennar eru í umræddu húsnæði. Sagði hann deildina hafa brugðist leikmönnum með því að fela hættuna á heilaskaða sem fælist í því að spila íþróttina.

Tamura lék amerískan fótbolta á unglingsárum í liði skóla síns þegar hann var á því skólastigi sem í Bandaríkjunum er kallað High school. Hann spilaði hins vegar ekki í neinu liði í háskóla og hafði aldrei leikið einn einasta leik í NFL-deildinni og gat því ekki hafa orðið fyrir neinum skaða sem leikmaður deildarinnar.

CTE

Í bréfinu leiddi Tamura líkum að því að hann hefði hlotið heilaskaða af völdum taugahrönunarsjúkdóms sem á ensku kallast Chronic traumatic encephalopathy (CTE). CTE hefur greinst í mörgum einstaklingum sem keppt hafa í íþróttum eins og amerískum fótbolta sem fela í sér ítrekuð högg á höfuð og aðra hluta líkama leikmanna. Töluvert hefur verið um að leikmenn í NFL þó ekki síst fyrrum leikmenn, þar sem yfirleitt tekur sjúkdóminn mörg ár og ítrekuð högg að ná tökum á líkamanum, hafi greinst með CTE. CTE getur valdið meðal annars miklum breytingum á hegðun og persónuleika en dæmi er um fyrrum leikmenn sem hafa framið morð og tekið eigið líf hafi í kjölfarið í krufningu greinst með sjúkdóminn.

NFL-deildin hylmdi lengi vel yfir útbreiðslu sjúkdómsins meðal leikmanna, núverandi og fyrrverandi, en eftir að það upplýstist hefur eftirlit og reglur um meðhöndlun höfuðmeiðslum leikmanna verið hert til muna.

Tamura vísaði í þessa yfirhylmingu í bréfinu og einnig mál fyrrum NFL-leikmanns sem tók eigið líf en við krufningu kom í ljós CTE í heila hans. Tamura krafðist þess í bréfinu að hann yrði krufinn og heili hans rannsakaður í leit að CTE. Skrifaði hann um NFL-deildina í bréfinu:

„Faldi hættuna sem heilum okkar var búin til að hámarka gróðann.“

Komst ekki

Talið er víst að vegna þessarar reiði í garð NFL-deildarinnar hafi Tamura ætlað að gera árás á aðalskrifstofu hennar en mun hafa farið vitlausa leið og því aldrei komist þar inn. Einn starfsmaðurinn deildarinnar er þó alvarlega særður eftir árásina. Þau sem hann myrti voru aðallega í anddyri byggingarinnar en einn einstakling skaut hann til bana upp á 33. hæð þar sem munu vera skrifstofur fasteignafélagsins sem á bygginguna.

Þegar þessi orð eru rituð hafa tvö af þeim sem Tamura myrti verið nafngreidd. Í fyrsta lagi er það Didarul Islam, 36 ára gamall karlmaður. Islam var innflytjandi frá Bangladesh og starfaði sem lögreglumaður í New York. Islam var giftur tveggja barna faðir en eiginkona hans gengur með þriðja barn þeirra.

Í öðru lagi lést kona að nafni Wesley LePatner en hún starfaði hjá fjárfestingarfyrirtækinu Blackstone sem er með skrifstofur í byggingunni en hún átti að minnsta kosti eitt barn, á grunnskólaaldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Pressan
Í gær

Móðir játar að hafa banað tveggja ára dóttur sinni sem fannst í tjörn

Móðir játar að hafa banað tveggja ára dóttur sinni sem fannst í tjörn
Pressan
Í gær

Leitin að morðingja í Devil’s Den hert – Sex tímar liðu þar til almenningur var varaður við

Leitin að morðingja í Devil’s Den hert – Sex tímar liðu þar til almenningur var varaður við
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“
Pressan
Í gær

Dróst inn í MRI-skanna og lést – Var með 9 kílóa keðju á sér

Dróst inn í MRI-skanna og lést – Var með 9 kílóa keðju á sér