Farþegi hjá American Airlines flugfélaginu, brást við myndbandi sem ferðaðist um samfélagsmiðla þar sem sjá má hann skamma fjölskyldu, eftir að hún tók 300 dala gangsæti hans. Í sætinu sat stúlkubarn og hafði fjölskyldan ekkert spurt Summer hvort hann væri til í að skipta um sæti.
„Haltu þig á þínum stað og í þínu sæti,“ sagði Osaac Summer við fjölskylduna í myndskeiði sem birt var á TikTok 6. júlí. Summer, sem er 190 sm á hæð, sést í myndskeiðinu setja bakpokann sinn í farangursrýmið fyrir ofan sætið á meðan hann krefst þess að fá sætið sitt aftur.
„Mér er alveg sama um dóttur þína, barnið þitt og allt það,“ sagði Summer. „Ég borgaði fyrir sætið.“
@lalawright2 His page is @osaacsummers #americanairlines ♬ original sound – lalawright2
Summer segist hafa bókað og borgað fyrir sæti við ganginn svo hann gæti átt þægilegt flug og segist hann ekki hafa viljað valda neinum vandræðum, en hann birti sitt eigið myndband á TikTok 11. júlí.
Hann hélt því fram að hann væri ekki „vondi gaurinn“ í aðstæðunum og sakaði fjölskylduna um að taka sæti hans án þess að spyrja hann. Summer bætti við að fjölskyldan hefði reynt að fá hann til að færa sig í miðsæti eða sæti við glugga, en hann hefði neitað að gera það.
„Ég sest um borð í vélinni og segi við konuna: „Frú, ég vil alls ekki taka sætið af þér og barninu þínu, en næst væri best að spyrja áður en þú sest niður.“
@osaacsummer MORAL OF THE STORY GIVE PEOPLE THEIR SEAT THEY PAID FOR! Follow up from @lalawright2 ♬ original sound – osaacsummers